Herdís Tegeder (Háeyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. nóvember 2023 kl. 17:42 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. nóvember 2023 kl. 17:42 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Herdís Tegeder.

Herdís Tegeder húsfreyja fæddist 26. september 1940 á Háeyri við Vesturveg 11 og lést 8. júní 2019 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hennar voru Gerhard Diedrich Heinrich Tegeder (Hinrik Hinriksson), af þýskum ættum, f. 17. október 1911 í Bremerhaven, d. 21. desember 1976 í Eyjum, og kona hans Sigurást (Ásta) Þóranna Tegeder, f. 12. nóv. 1915, d. 18. maí 1991.

Börn Ástu og Heinrich:
1. Edda Tegeder húsfreyja, f. 7. apríl 1939 í Bremerhaven í Þýskalandi, býr nú á Eyjahrauni 7. Maður hennar var Haraldur Traustason.
2. Herdís Tegeder húsfreyja, f. 26. september 1940 á Háeyri, Vesturvegi 11, d. 8. júní 2019. Maður hennar var Sveinn Adolf Sigurjónsson, látinn. Sambýlismaður hennar er Hermann Kristján Jónsson.
3. Guðmundur Heinrich Tegeder verkamaður, f. 15. júlí 1949 á Sætúni, Bakkastíg 10, d. 12. apríl 2011. Kona hans er Jólína Bjarnason frá Færeyjum.
4. María Tegeder húsfreyja, f. 5. nóvember 1952 að Brekastíg 35. Barnsfaðir hennar var Ólafur Friðrik Guðjónsson, Fyrri maður hennar var Þorsteinn Nielsen. Maður hennar er Guðlaugur Friðþórsson.

Herdís var með móður sinni til 1947, því að faðir hennar var tekinn höndum af Bretum í byrjun hersetu þeirra á Íslandi og sviptur frelsi sínu á stríðsárunum. Hún var með móður sinni og fjölskyldu. Eftir endurkomu föður hennar bjuggu þau að Bakkastíg 10.
Hún vann snemma ýmis störf, var mörg ár við póstútburð og síðar við afgreiðslustörf á Pósthúsinu í Eyjum. Síðast starfaði hún við þrif í Hamarsskóla og í eldhúsi Hraunbúða.
Hún var félagi í Slysavarnadeildinni Eykyndli og sat þar í stjórn um tíma. Þá tók hún þátt í að endurlífga félagið Krabbavörn í Vestmannaeyjum og var gjaldkeri þess félags í nokkur ár.
Þau Adolf giftu sig 1965, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu fyrstu 10-11 árin á Boðaslóð1, æskuheimili Adolfs, byggðu hús við Hrauntún 13, fluttu inn 1969 og bjuggu þar síðan nema í Gosinu 1973, er þau bjuggu í Hveragerði.
Adolf lést 1987.
Þau Hermann Kristján giftu sig 1991. Þau bjuggu í Hrauntúni 13. Herdís lést 2019.

I. Maður Herdísar, (18. september 1965), var Sveinn Adolf Sigurjónsson bifreiðastjóri, f. 2. apríl 1934, d. 3. janúar 1987.
Börn þeirra:
1. Sigurjón Hinrik Adolfsson bifvélavirki, f. 3. ágúst 1958. Kona ihans Kristín Elfa Elíasdóttir Baldvinssonar.
2. Gunnar Darri Adolfsson bifvélavirki, f. 19. september 1961. Kona hans Svava Bjarnadóttir Baldurssonar.
3. Jón Steinar Adolfsson bifvélavirki, f. 17. október 1967. Kona hans Júlía Elsa Friðriksdóttir úr Keflavík.

II. Síðari maður Herdísar, (13. júlí 1991), er Hermann Kristján Jónsson, f. 10. júní 1945.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.