Jens Klog

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. nóvember 2023 kl. 10:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. nóvember 2023 kl. 10:26 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Jens Klog verslunarstjóri á Kornhólsskansi fæddist um 1778 og lést 1811.
Foreldrar hans voru Hans Jensen Klog kaupmaður í Eyjum, síðar í Danmörku og kona hans Abelone Klog, fædd Holm, húsfreyja.

Börn Abelone og Hans Klogs hér:
1. Ingeborg Klog húsfreyja, f. 1766, d. 6. maí 1843 i Goslunde í Danmörku. Maður hennar Jorgen Borch.
2. Tómas Klog, sem varð landlæknir að Nesi við Seltjörn, fæddur 15. apríl 1768 í Eyjum og lézt 31. janúar 1824 í Nyköbing á Falstri. Hann var skipaður landlæknir 25. maí 1804 og veitt lausn 23. júní 1815. Kona hans Magdalene Sophie Klog.
3. Karen Klog, f. 1769 í Eyjum. Maður hennar Soren Jorgensen Hee.
4. Jens verzlunarstjóri í Eyjum (1801), f. um 1778, d. 1811.
5. Anna Soffía, f. um 1778, á lífi 1860.

Jens Klog var verslunarstjóri við Garðsverslun í umboði föður síns um skeið á síðustu árum 18. aldar og var enn í Kornhólskansi 1801. Hann fluttist til Reykjavíkur og ,,stóð fyrir enskri höndlun í Reykjavík, og drakk sér til bana,‘‘ segir Espólín.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslands árbækur í söguformi, (Árbækur Espólins), 1-13. Jón Espólín sýslumaður. Kaupmannahöfn 1821-1855 (ljóspr. Rvk 1943-1947).


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.