Abelone Klog

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Abelone Klog, fædd Holm, húsfreyja í Danska-Garði fæddist (1745).

Hún mun hafa dvalist um skeið í Eyjum á síðari hluta 18. aldar, var komin þangað a.m.k. 1766 við fæðingu Ingeborg.
(Dánarskrár voru fyrst haldnar í Eyjum 1785, fermingar-, hjónabands- og fæðingaskrár 1786).

Maður hennar var Hans Jensen Klog forstjóri konungsverslunarinnar í Danska-Garði frá 1750, eigandi Garðsverslunar frá 1788-1798. Þau fluttust til Danmerkur eftir að eignir þeirra voru seldar 1798.
Börn þeirra í Eyjum voru:
1. Ingeborg Klog húsfreyja, f. 1766.
2. Tómas Klog landlæknir í Nesi við Seltjörn, f. 15. apríl 1768, d. 31. janúar 1824.
3. Jens Klog verzlunarstjóri í Eyjum 1801, f. 1778, d. 1811.
4. Anna Soffía Klog.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.