Bjarngerður Ólafsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. janúar 2021 kl. 10:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. janúar 2021 kl. 10:41 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Bjarngerður Ólafsdóttir frá Keldudal í Mýrdal, húsfreyja á Heiði fæddist 11. júní 1907 í Keldudal í Mýrdal og lést 29. febrúar 1996.
Foreldrar hennar voru Ólafur Bjarnason bóndi, f. 20. apríl 1866 í Engigarði í Mýrdal, d. 16. september 1952, og kona hans Guðrún Dagbjartsdóttir húsfreyja, f. 22. maí 1874, d. 3. febrúar 1941.

Börn Ólafs og Guðrúnar í Eyjum:
1. Jórunn Sigurlín Ólafsdóttir húsfreyja í Kirkjudal, f. 12. nóvember 1903, d. 29. maí 1995.
2. Bjarngerður Ólafsdóttir húsfreyja á Heiði, f. 11. júní 1907, d. 20. febrúar 1996.
3. Eyvindur Bjarni Ólafsson vinnumaður í Dölum, síðan sjómaður, f. 11. september 1913, d. 8. júní 1981.

Bjarngerður var með foreldrum sínum til 1914, var tökubarn í Hjörleifshöfða 1914-1920, í Suður-Hvammi og síðan vinnukona þar 1920-1934, aftur vinnukona þar 1936-1940.
Hún fluttist til Eyja 1940, var vinnukona hjá Guðjóni á Heiði, síðan bústýra og þá húsfreyja. Jafnframt vann hún við fiskiðnað.


Bjarngerður fyrst frá vinstri í aftari röð.


ctr


Nokkrir af starfsmönnum Hraðfrystistöðvarinnar.
Guðjón Jónsson fremst til vinstri. Bjarngerður næst fyrir aftan.

I. Maður Bjarngerðar, (28. júlí 1957), var Guðjón Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 18. maí 1882 í Indriðakoti u. Eyjafjöllum, d. 22. mars 1963.
Þau voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.