Björn Zophonías Garðarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. september 2023 kl. 15:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. september 2023 kl. 15:02 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Björn Zóphonías Garðarsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Björn Zophonías Garðarsson kennari í Sviþjóð fæddist 23. maí 1955 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Garðar Júlíusson frá Stafholti við Víðisveg 7B, rafvirkjameistari, f. 10. nóvember 1932, d. 26. ágúst 1988, og kona hans Sigríður Bjarney Björnsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. 17. ágúst 1934, d. 12. ágúst 2023.

Börn Sigríðar og Garðars:
1. Björn Zóphonías Garðarsson kennari í Svíþjóð, f. 23. maí 1955. Kona hans Fjóla Ingólfsdóttir.
2. Kristinn Garðarsson landfræðingur, framkvæmdastjóri, f. 11. júní 1964. Kona hans Sigrún Kristín Barkardóttir.

Björn var með foreldrum sínum, á Bakkastíg 7 og 18 og fluttist með þeim til Lands við Gosið 1973.
Hann varð kennari í Svíþjóð.
Þau Fjóla giftu sig, eignuðust tvö börn.

I. Kona Björns er Fjóla Ingólfsdóttir, f. 31. janúar 1955. Foreldrar hennar Ingólfur Arason kaupmaður, f. 6. desember 1921 á Patreksfirði, d. 1. nóvember 2018, og Sjöfn Ásgeirsdóttir frá Bíldudal, f. 31. mars 1936.
Börn þeirra:
1. Ingólfur Björnsson, f. 5. júlí 1975. Kona hans Sanna Svenson.
2. Garðar Elliði Björnsson, f. 28. september 1983. Kona hans Ellen Rova.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.