Ásdís Sveinsdóttir (Landamótum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. maí 2020 kl. 19:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. maí 2020 kl. 19:40 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ásdís Sveinsdóttir frá Landamótum, húsfreyja í Einbúa, Bakkastíg 5 fæddist 23. október 1907 á Landamótum og lést 18. ágúst 1989.
Foreldrar hennar voru Sveinn Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður á Landamótum, f. 1. desember 1877 í Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, d. 12. október 1978, og kona hans Kristín Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 14. september 1880 á Fornusöndum u. Eyjafjöllum, d. 10. mars 1978.

Ásdís var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Alexander giftu sig 1928, eignuðust Svövu 1929 á Landamótum og bjuggu þar, en voru komin í Einbúa 1945 og bjuggu þar lengst, en fluttust að Heimagötu 25 og þar lést Alexander 1966.
Ásdís bjó á Heimagötu 25 við Gos. Hún fluttist þá til Reykjavíkur og bjó þar síðan. Hún lést 1989.

I. Maður hennar, (31. desember 1928), var Jón Alexander Gíslason formaður, útgerðarmaður, f. 18. mars 1899, d. 29. janúar 1966.
Börn þeirra:
1. Svava Kristín Alexandersdóttir húsfreyja, f. 15. september 1929 á Landamótum, d. 19. apríl 2020.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.