Kristín Þorleifsdóttir (Landamótum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kristín Þorleifsdóttir á Landamótum, húsfreyja fæddist 14. september 1880 á Fornusöndum u. Eyjafjöllum og lést 10. mars 1978.
Foreldrar hennar voru Þorleifur Þorleifsson bóndi á Fornusöndum 1880, húsmaður á Syðri-Hól u. Eyjafjöllum 1890, d. 8. febrúar 1925, og kona hans Ástríður Eiríksdóttir húsfreyja, húskona, f. 30. ágúst 1845, d. 26. maí 1913.

Kristín var með foreldrum sínum á Fornusöndum 1880 og á Syðri-Hól 1890. Hún var hjú á Efri-Hól 1901.
Hún fluttist til Eyja 1905, giftist Sveini 1906. Þau bjuggu á Landamótum, eignuðust eitt barn.
Foreldrar hennar dvöldu hjá þeim Sveini í ellinni.
Kristín og Sveinn bjuggu á Heimagötu 25 við Gos.
Kristín lést 10. mars 1978 og Sveinn 12. október 1978.

I. Maður Kristínar, (10. nóvember 1906), var Sveinn Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 1. desember 1877, d. 12. október 1978.
Barn þeirra:
Ásdís Sveinsdóttir húsfreyja, f. 23. október 1907, d. 18. ágúst 1989.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.