Hans Ragnar Sigurjónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. maí 2023 kl. 13:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. maí 2023 kl. 13:13 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Hans Ragnar Sigurjónsson. '''Hans Ragnar Sigurjónsson''' frá Hjalla við Vestmannabraut 57, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist þar 16. júní 1927 og lést 30. desember 2013.<br> Foreldrar hans voru Sigurjón Hansson frá Fitjakoti á Kjalarnesi, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, verkamaður, f. 14. febrúar 1902, d. 6. maí 1994, og kona hans Anna Sigríður Scheving frá Steinsstaðir|Steinss...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Hans Ragnar Sigurjónsson.

Hans Ragnar Sigurjónsson frá Hjalla við Vestmannabraut 57, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist þar 16. júní 1927 og lést 30. desember 2013.
Foreldrar hans voru Sigurjón Hansson frá Fitjakoti á Kjalarnesi, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, verkamaður, f. 14. febrúar 1902, d. 6. maí 1994, og kona hans Anna Sigríður Scheving frá Steinsstöðum, húsfreyja, f. 11. október 1901, d. 30. júlí 1975.

Börn Önnu og Sigurjóns:
1. Sveinn Scheving Sigurjónsson, f. 19. júní 1924 á Hjalla, d. 17. nóvember 1942 af berklum.
2. Hans Ragnar Sigurjónsson skipstjóri, útgerðarmaður í Reykjavík, f. 16. júní 1927 á Hjalla, d. 30 desember 2013.
3. Anna Hólmfríður Sigurjónsdóttir húsfreyja, verslunar- og skólastarfsmaður, f. 19. febrúar 1930 á Hjalla, d. 29. október 2020.
4. Þráinn Scheving Sigurjónsson , f. 13. október 1940 á Eyjarhólum. Kona hans Ruth Fjeldsted.
5. Sveinn Scheving Sigurjónsson, f. 25. júlí 1942 Sjh. Kona hans Kristín Björk Pálsdóttir.

Hans var með foreldrum sínum, á Hjalla við Vestmannabraut 57, í Haga við Heimagötu 11, á Eyjarhólum við Hásteinsveg 20 og flutti með þeim til Reykjavíkur 1946.
Hann lauk prófi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1948.
Hans var sjómaður frá 15 ára aldri, hóf störf á togurum 1945, varð skipstjóri vorið 1957 á Jóni Þorlákssyni, á Þormóði goða 1958-1960, á Víkingi 1960-1972 og á Vigra 1972-1976. Hann var einn af stofnendum og eigendum útgerðarfélagsins Ögurvíkur, sem gerði úr Vigra RE og eignaðist síðar systurskipið Ögra RE. Er skipstjórn lauk vann hann við fyrirtækið. Hann var frumkvöðull við veiðar og meðferð afla við Íslandsstrendur á þessum árum. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir útgerðarmenn, þegar hann var kominn í land.
Þau Ingibjörg giftu sig 1959, eignuðust sex börn.
Ingibjörg lést 2008 og Hans Ragnar 2013.

I. Kona Hans Ragnars, (14. febrúar 1959), var Ingibjörg Guðbjörnsdóttir húsfreyja, f. 3. september 1929, d. 11. júlí 2008. Foreldrar hennar voru Guðbjörn Ásmundsson verkamaður í Reykjavík, f. 27. júní 1893, d. 19. júlí 1966, og kona hans Kristbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 11. janúar 1898, d. 7. mars 1977.
Börn þeirra:
1. Sigurjón Hansson, f. 28. febrúar 1950, d. 6. júní 1964.
2. Anna Scheving Hansdóttir, f. 6. ágúst 1952. Maður hennar Tryggvi Tómas Tryggvason.
3. Ása Björk Hansdóttir, f. 6. febrúar 1957. Maður hennar John Steven Berry.
4. Ágústa Hansdóttir, f. 14. nóvember 1958, d. 1. janúar 2020. Maður hennar Halldór Pétursson.
5. Unnur Björg Hansdóttir, f. 27. apríl 1961. Maður hennar Pjetur Einar Árnason.
6. Sigurjón Hansson, f. 11. maí 1965. Sambúðarkona hans Kristín Guðbrandsdóttir Jezorski.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 8. janúar 2014. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.