Sveinn Scheving Sigurjónsson (Hjalla)
Sveinn Scheving Sigurjónsson frá Hjalla við Vestmannabraut 57 fæddist 19. júní 1924 og lést 17. nóvember 1942.
Foreldrar hans voru Sigurjón Hansson frá Fitjakoti á Kjalarnesi, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, verkamaður, f. 14. febrúar 1902, d. 6. maí 1994, og kona hans Anna Sigríður Scheving frá Steinsstöðum, húsfreyja, f. 11. október 1901, d. 30. júlí 1975.
Börn Önnu og Sigurjóns:
1. Sveinn Scheving Sigurjónsson, f. 19. júní 1924 á Hjalla, d. 17. nóvember 1942 af berklum.
2. Hans Ragnar Sigurjónsson skipstjóri, útgerðarmaður í Reykjavík, f. 16. júní 1927 á Hjalla, d. 30 desember 2013.
3. Anna Hólmfríður Sigurjónsdóttir húsfreyja, verslunar- og skólastarfsmaður, f. 19. febrúar 1930 á Hjalla, d. 29. október 2020.
4. Þráinn Scheving Sigurjónsson, f. 13. október 1940 á Eyjarhólum. Kona hans Ruth Fjældsted.
5. Sveinn Scheving Sigurjónsson, f. 25. júlí 1942 Sjh. Kona hans Kristín Björk Pálsdóttir.
Sveinn var með foreldrum sínum 1930, í fóstri hjá Sveini og Kristólínu móðurforeldrum sínum 1934, með foreldrum sínum 1940.
Hann veiktist af berklum, var vistaður á sjúkrahúsi og lést 1942.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.