Anna Kamilla Sylvía Benediktsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. maí 2023 kl. 13:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. maí 2023 kl. 13:18 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Anna Kamilla Sylvía Benediktsson''' fædd Hansen, húsfreyja fæddist 3. júlí 1900 í Danmörku og lést 4. desember 1997.<br> Foreldrar hennar voru Olav Hansen og kona hans, sænsk að uppruna. Þau Þórður giftu sig 1923, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Bolsastöðum við Helgafellsbraut 19, í Þinghól við Kirkjuveg 19 og á Þorvaldseyri við Vestmannabraut 35.<br> Þórður lést 1982 og Anna Kamilla 1997....)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Anna Kamilla Sylvía Benediktsson fædd Hansen, húsfreyja fæddist 3. júlí 1900 í Danmörku og lést 4. desember 1997.
Foreldrar hennar voru Olav Hansen og kona hans, sænsk að uppruna.

Þau Þórður giftu sig 1923, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Bolsastöðum við Helgafellsbraut 19, í Þinghól við Kirkjuveg 19 og á Þorvaldseyri við Vestmannabraut 35.
Þórður lést 1982 og Anna Kamilla 1997.

I. Maður Önnu Kamillu, (23. júní 1923), var Þórður Benediktsson frá Grenjaðarstað í S.-Þing., verslunarmaður, verkstjóri, framkvæmdastjóri S.Í.B.S., landskjörinn þingmaður, f. 10. mars 1898, d. 4. apríl 1982.
Börn þeirra:
1. (Svend Aage), Sveinn Áki, f. 1. ágúst 1922 í Danmörku, d. 16. ágúst 2011.
2. Ásta Benedikta, f. 18. júní 1924, d. 12. júlí 2001.
3. Andvana stúlka, f. 24. janúar 1930, nefnd Regína.
4. Björn Víkingur Þórðarson, f. 10. júní 1931, d. 8. júní 2016.
5. Baldur, f. 20. september 1932, d. 28. apríl 2021.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.