Sveinn Áki Þórðarson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Svend Áki Þórðarson)
Fara í flakk Fara í leit
Sveinn Áki Þórðarson.

Sveinn Áki Þórðarson (Svend Aage) frá Bolsastöðum við Helgafellsbraut 19, rafvirki fæddist 1. ágúst 1922 í Kaupmannahöfn og lést 16. ágúst 2011.
Foreldrar hans voru Þórður Benediktsson verkamaður, verkstjóri, alþingismaður, framkvæmdastjóri, f. 10. mars 1898 á Grenjaðarstað í S-Þing., d. 14. apríl 1982, og kona hans Anna Kamilla Sylvía Benediktsson, fædd Hansen, húsfreyja, f. 3. júlí 1900 í Danmörku, d. 4. desember 1997.

Börn Önnu og Þórðar:
1. (Svend Aage), Sveinn Áki, f. 1. ágúst 1922 í Danmörku, d. 16. ágúst 2011.
2. Ásta Benedikta, f. 18. júní 1924, d. 12. júlí 2001.
3. Andvana stúlka, f. 24. janúar 1930, nefnd Regína.
4. Björn Víkingur Þórðarson, f. 10. júní 1931, d. 8. júní 2016.
5. Baldur, f. 20. september 1932.

Sveinn var með foreldrum sínum í æsku flutti með þeim frá Danmörku til Eyja tveggja ára.
Hann lærði rafvirkjun hjá Haraldi Eiríkssyni, varð sveinn 1949.
Hann vann hjá Rafmagnseftirliti Ríkisins frá  1951, var rafmagnseftirlitsmaður og deildarstjóri 1855-1993.
Þau Marta giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Nýjabæ, þá á Fífilgötu 5, fluttu til Reykjavíkur 1951, bjuggu í Jörfabakka 8.
Sveinn bjó síðast í Ársölum 1 í Kópavogi.
Hann lést 2011.

I.  Kona Sveins Áka er Marta Sigríður Sigurðardóttir frá Nýjabæ, húsfreyja, bókari, f. 22. janúar 1927.
Börn þeirra:
1.    Þórður Ben Sveinsson myndlistarmaður, f. 3. desember 1945 í Nýjabæ. Kona hans Karólína Kristinsdóttir. Þau búa í Þýskalandi.
2.    Anna Sveinsdóttir húsfreyja, lyfjatæknir, f. 27. desember 1950 á Sj. Maður hennar Pétur Kristjánsson.

II.  Barnsmóðir Sveins var Sigurlaug Eggertsdóttir hússtjórnarkennari, f. 9. febrúar 1930 á Fossi á Skaga, d. 23. desember 1986.
Barn þeirra:
3.    Ásgerður Hrönn Sveinsdóttir, f. 23. maí 1968. Maður hennar Vignir Ólafsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 14. september 2011. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.