Jóhann Pálsson (skipstjóri)
Jóhann Steinar Pálsson fæddist 21. apríl 1909 á Ísafirði og lést 16. febrúar 2000. Foreldrar Jóhanns voru Páll Sigurðsson trésmiður og Jónína Guðlaug Þórðardóttir. Hann ólst upp til 19 ára aldurs í Mýrdalnum. Eiginkona Jóhanns var Ósk Guðjónsdóttir frá Oddsstöðum. Þau giftust 2. nóvember 1935 og eignuðust fjögur börn; Guðrúnu, Ragnhildi, Steinar og Herjólf. Þau bjuggu að Helgafellsbraut 19. Í gosinu árið 1973 fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu þar til æviloka. Þar vann hann hjá Landsbanka Íslands.
Jóhann Pálsson var formaður og aflakóngur nokkrum sinnum fyrir miðja síðustu öld.
Óskar Kárason samdi formannavísu um Jóhann:
- Jói Páls á öldur Áls
- ýtir Bláatindi,
- Sjói Hálsar, fyrður frjáls,
- fleyi lá þó hrindi.
Óskar samdi seinna aðra vísu um hann:
- Jóhann Páls kólgur kannar
- kvaðalaust vel án skaða.
- Hannes lóðs hringinn hranna
- hraðgengan lætur vaða.
- Nýr er sá drekinn dýri,
- dæmdur honum til sæmdar.
- Freklega tálknung tekur
- Týr-bauga sá hinn skýri.
Myndir
Heimildir
- Minningargreinar. Morgunblaðið 23. febrúar 2000.
- Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
- Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.