Sif Áslaug Johnsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. nóvember 2022 kl. 20:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. nóvember 2022 kl. 20:00 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Sif Áslaug Johnsen. '''Sif Áslaug Lárusdóttir Johnsen''' húsfreyja, verslunarmaður fæddist 25. ágúst 1926 í Ásbyrgi og lést 12. maí 2006.<br> Foreldrar hennar voru Kristinn Lárus Jóhannsson Johnsen, frá Frydendal við Miðstræti 4, útgerðarmaður, kaupmaður, visikonsúll, f. þar 31. desember 1884, d. 15. október 1930 í Reykjavík, og kona hans Halldóra Þórðard...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sif Áslaug Johnsen.

Sif Áslaug Lárusdóttir Johnsen húsfreyja, verslunarmaður fæddist 25. ágúst 1926 í Ásbyrgi og lést 12. maí 2006.
Foreldrar hennar voru Kristinn Lárus Jóhannsson Johnsen, frá Frydendal við Miðstræti 4, útgerðarmaður, kaupmaður, visikonsúll, f. þar 31. desember 1884, d. 15. október 1930 í Reykjavík, og kona hans Halldóra Þórðardóttir Johnsen (Dóra Johnsen) frá Hóli í Reykjavík, húsfreyja, f. 4. október 1892, d. 21. febrúar 1958.

Börn Halldóru og Lárusar:
1. Lárus Johnsen kennari, skrifstofumaður, skákmeistari, f. 12. september 1923, d. 26. ágúst 2006.
2. Sif Áslaug Johnsen húsfreyja, verslunarmaður í Reykjavík, f. 25. ágúst 1926, d. 12. maí 2006.
Barn Lárusar og Jónu Möller, f. 29. júlí 1890, d. 12. júní 1966:
3. Anna Sigríður Lárusdóttir Johnsen húsfreyja í Danmörku og á Íslandi, f. 5. maí 1913, d. 13. nóvember 2004.
Barn Lárusar og Guðlaugar Oddgeirsdóttur frá Ofanleiti, f. 20. janúar 1885, d. 21. desember 1966:
4. Haukur Lárusson Johnsen verkamaður, f. 17. nóvember 1914, d. 17. maí 1957.

Sif var með foreldrum sínum fyrstu fjögur ár sín, í Ásbyrgi og á Heiði, en faðir hennar lést í Reykjavík 1930. Hún flutti með móður sinni til Reykjavíkur, bjó með henni á Holtsgötu 12, síðan á Lindargötu 20C.
Hún lærði píanóleik hjá Victor Urbancic, lauk námi með útskriftartónleikum í Gamla bíó 1947.
Sif stundaði almenn verslunarstörf, hjá Þórði ,,Úrara“ og í Aðalbúðinni við Austurstræti.
Þau Atli giftu sig 1951, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Faxaskjóli, þá á Hraunteigi, síðar við Bergstaðastræti og við Hjarðarhaga. Þá byggðu þau við Holtagerði 65 í Kópavogi og bjuggu þar.
Atli lést 2001.
Sif flutti að Hrísmóum í Garðabæ.
Hún lést 2006.

I. Maður Sifjar, (22. mars 1951), var Atli Helgason skipstjóri, f. 7. júlí 1926 í Kaupmannahöfn, d. 18. september 2001. Foreldrar hans voru Helgi Jónasson frá Brennu í Reykjavík, f. 1. janúar 1887, d. 18. september 1959, og Elín Albertsdóttir, f. 19. júlí 1903, d. 27. febrúar 1968. Fósturforeldrar Atla voru móðurbróðir hans Guðmundur Albertsson og kona hans Guðný Jóna Guðmundsdóttir.
Börn þeirra:
1. Lárus Johnsen Atlason, f. 22. september 1951.Kona hans Nanna Guðrún Zoëga.
2. Guðmundur Halldór Atlason flugumsjónarmaður, f. 2. janúar 1958, d. 18. júní 2009.
3. Atli Helgi Atlason, f. 25. maí 1965. Fyrrum kona hans Noelle Kristina Roe Atlason.
4. Dóra Elín Atladóttir Johnsen, f. 10. janúar 1968. Barnsfaðir hennar Atli Freyr Ríkharðsson. Maður hennar Birgir Gunnsteinn Bárðarson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.