Halldóra Þórðardóttir (Ásbyrgi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Halldóra Þórðardóttir (Dóra Johnsen) frá Hóli í Reykjavík, húsfreyja fæddist 4. október 1892 og lést 21. febrúar 1958.
Foreldrar hennar voru Þórður Guðmundsson verkstjóri, verslunarmaður, bæjarfulltrúi, f. 3. október 1850, d. 3. apríl 1908, og kona hans Sigríður Hansdóttir Biering, húsfreyja, f. 1. nóvember 1849, d. 8. maí 1958.

Halldóra var með foreldrum sínum í Reykjavík 1901, með ekkjunni móður sinni á Hverfisgötu 10 þar 1910, með henni á Lindargötu 20C 1920.
Þau Lárus giftu sig 1922, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Ásbyrgi og á Heiði í Eyjum.
Lárus lést 1930 í Reykjavík.
Halldóra flutti til Reykjavíkur með börnin, bjó á Holtsgötu 12, síðar á Lindargötu 20c, en síðast á Hjarðarhaga 28.
Hún lést 1958.

I. Maður Halldóru, (12. október 1922), var Lárus J. Johnsen útgerðarmaður, kaupmaður, visikonsúll, f. 31. desember 1884, d. 15. október 1930.
Börn þeirra:
1. Lárus Johnsen kennari, skrifstofumaður, skákmeistari, f. 12. september 1923 í Reykjavík, d. 26. ágúst 2006.
2. Sif Áslaug Johnsen húsfreyja í Reykjavík, f. 25. ágúst 1926 í Ásbyrgi, d. 12. maí 2006.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.