Guðný Svava Guðjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. október 2022 kl. 17:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. október 2022 kl. 17:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðný Svava Guðjónsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit
Guðný Svava Guðjónsdóttir.

Guðný Svava Guðjónsdóttir frá Strandbergi við Strandveg 39, húsfreyja, myndlistarmaður, sýningarstúlka fæddist þar 1. ágúst 1945 og lést 19. september 2022 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hennar voru Guðjón Vigfússon skipstjóri, f. 15. september 1902 á Grenivík, d. 26. nóvember 1996, og þriðja kona hans Sigurrós Sóley Sigurðardóttir frá Fagurhól við Strandveg 55, húsfreyja, f. 9. nóvember 1913, d. 3. september 2001.

Börn Sigurrósar og Guðjóns:
1. Guðný Svava Guðjónsdóttir myndlistarmaður, f. 1. ágúst 1945 á Strandbergi, d. 19. september 2022. Fyrrum maður hennar Benedikt Jónsson.
2. Helga Guðjónsdóttir skrifstofumaður, f. 10. október 1947 á Hásteinsvegi 49.
3. Sigurður Þór Guðjónsson, f. 10. október 1947 á Hásteinsvegi 49.
Börn Guðjóns úr öðru hjónabandi og fósturbörn Sigurrósar Sóleyjar:
4. Birgir Guðjónsson læknir í Reykjavík, f. 8. nóvember 1938. Kona hans Heiður Vigfúsdóttir.
5. Ingvi Þór Guðjónsson málarameistari, sjúkrahússráðsmaður á Húsavík, f. 28. nóvember 1939, d. 9. júní 2022. Kona hans Sigríður Baldursdóttir.
Barn Guðjóns úr fyrsta hjónabandi:
6. Bergþóra Guðjónsdóttir húsfreyja á Húsavík, f. 27. maí 1932, d. 30. maí 2016. Maður hennar Höskuldur Sigurjónsson.

Guðný var með foreldrum sínum á Strandbergi og á Hásteinsvegi 49 og flutti með þeim til Reykjavíkur 1951.
Hún var sýningarstúlka um skeið á fyrri árum sínum, teiknaði, málaði, orti ljóð og skrifaði sögur.
Þau Benedikt giftu sig 1966, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Guðný Svava lést 2022.

I. Maður Guðnýjar Svövu, (10. desember 1966, skildu), er Benedikt Jónsson, f. 24. júní 1946. Foreldrar hans voru Jón Rafn Helgason sjómaður, farmaður, síðast í Perth í Ástralíu, f. 30. janúar 1926, d. 15. janúar 2001, og barnsmóðir hans Guðríður Erla Benediktsdóttir, f. 12. maí 1928, d. 25. júní 1993.
Börn þeirra:
1. Guðjón Bragi Benediktsson, f. 5. mars 1966. Kona hans Clarivelle Rosento.
2. Rafn Benediktsson, f. 8. nóvember 1970.
3. Erla Ósk Benediktsdóttir, f. 22. apríl 1978. Maður hennar Garðar Gylfason Malmquist.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.