Sigurður Þór Guðjónsson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sigurður Þór Guðjónsson frá Hásteinsvegi 49, rithöfundur fæddist þar 10. október 1947.
Foreldrar hans voru Guðjón Vigfússon skipstjóri, hafnsögumaður, f. 15. september 1902 á Grenivík, d. 26. nóvember 1996, og þriðja kona hans Sigurrós Sóley Sigurðardóttir frá Fagurhól við Strandveg 55, húsfreyja, f. 9. nóvember 1913, d. 3. september 2001.

Börn Sigurrósar og Guðjóns:
1. Guðný Svava Guðjónsdóttir myndlistarmaður, f. 1. ágúst 1945 á Strandbergi, d. 19. september 2022. Fyrrum maður hennar Benedikt Jónsson.
2. Helga Guðjónsdóttir skrifstofumaður, f. 10. október 1947 á Hásteinsvegi 49.
3. Sigurður Þór Guðjónsson rithöfundur, f. 10. október 1947 á Hásteinsvegi 49.
Börn Guðjóns úr öðru hjónabandi og fósturbörn Sigurrósar Sóleyjar:
4. Birgir Guðjónsson læknir í Reykjavík, f. 8. nóvember 1938. Kona hans Heiður Vigfúsdóttir.
5. Ingvi Þór Guðjónsson málarameistari, sjúkrahússráðsmaður á Blönduósi, f. 28. nóvember 1939, d. 9. júní 2022. Kona hans Sigríður Baldursdóttir.
Barn Guðjóns úr fyrsta hjónabandi:
6. Bergþóra Guðjónsdóttir húsfreyja á Húsavík, f. 27. maí 1932, d. 30. maí 2016. Maður hennar Höskuldur Sigurjónsson.

Sigurður Þór var með foreldrum sínum í æsku, í Eyjum og Reykjavík.
Hann lauk landsprófi 1967, stundaði nám í tónlist.
Sigurður Þór hefur stundað ýmsa vinnu, m.a. samið útvarpsþætti um klassíska tónlist.
Þá hefur Sigurður Þór gefið út tvær bækur.
Rit:
1. Truntusól, útg. 1973.
2. Í leit að sjálfum sér, útg. 1976.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.