Sigurður Þór Guðjónsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Þór Guðjónsson frá Hásteinsvegi 49, rithöfundur fæddist þar 10. október 1947.
Foreldrar hans voru Guðjón Vigfússon skipstjóri, hafnsögumaður, f. 15. september 1902 á Grenivík, d. 26. nóvember 1996, og þriðja kona hans Sigurrós Sóley Sigurðardóttir frá Fagurhól við Strandveg 55, húsfreyja, f. 9. nóvember 1913, d. 3. september 2001.

Börn Sigurrósar og Guðjóns:
1. Guðný Svava Guðjónsdóttir myndlistarmaður, f. 1. ágúst 1945 á Strandbergi, d. 19. september 2022. Fyrrum maður hennar Benedikt Jónsson.
2. Helga Guðjónsdóttir skrifstofumaður, f. 10. október 1947 á Hásteinsvegi 49.
3. Sigurður Þór Guðjónsson rithöfundur, f. 10. október 1947 á Hásteinsvegi 49.
Börn Guðjóns úr öðru hjónabandi og fósturbörn Sigurrósar Sóleyjar:
4. Birgir Guðjónsson læknir í Reykjavík, f. 8. nóvember 1938. Kona hans Heiður Vigfúsdóttir.
5. Ingvi Þór Guðjónsson málarameistari, sjúkrahússráðsmaður á Blönduósi, f. 28. nóvember 1939, d. 9. júní 2022. Kona hans Sigríður Baldursdóttir.
Barn Guðjóns úr fyrsta hjónabandi:
6. Bergþóra Guðjónsdóttir húsfreyja á Húsavík, f. 27. maí 1932, d. 30. maí 2016. Maður hennar Höskuldur Sigurjónsson.

Sigurður Þór var með foreldrum sínum í æsku, í Eyjum og Reykjavík.
Hann lauk landsprófi 1967, stundaði nám í tónlist.
Sigurður Þór hefur stundað ýmsa vinnu, m.a. samið útvarpsþætti um klassíska tónlist.
Þá hefur Sigurður Þór gefið út tvær bækur.
Rit:
1. Truntusól, útg. 1973.
2. Í leit að sjálfum sér, útg. 1976.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.