Svanhvít Friðriksdóttir (Skipholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. október 2022 kl. 18:20 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. október 2022 kl. 18:20 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Svanhvít Friðriksdóttir.

Svanhvít Friðriksdóttir frá Skipholti, húsfreyja, iðnverkakona fæddist 20. janúar 1925 á Hofsstöðum við Brekastíg 30 og lést 7. október 2008 á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Foreldrar hennar voru Friðrik Ingimundarson frá Skarðshjáleigu í Mýrdal, sjómaður, skipstjóri, verkamaður, f. þar 17. september 1894, síðast á Hrafnistu í Hafnarfirði, d. 20. febrúar 1983, og kona hans Sveinbjörg Sveinsdóttir frá Eyrarbakka, húisfreyja, f. 2. apríl 1898, síðast á Melaheiði 7 í Kópavogi, d. 4. september 1977.

Börn Sveinbjargar og Friðriks:
1. Elín Friðriksdóttir, f. 6. október 1922 á Seljalandi, d. 20. maí 2007.
2. Svanhvít Friðriksdóttir, f. 29. janúar 1925 á Hofsstöðum, d. 7. október 2008.
3. Friðrik Friðriksson, f. 4. september 1926 á Hofsstöðum, d. 23. maí 2003.
4. Matthildur Friðriksdóttir, f. 27. janúar 1932 í Langa-Hvammi, d. 13. maí 2013.

Svanhvít var með foreldrum sínum í æsku, á Hofsstöðum við Brekastíg 30, í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41, og í Skipholti við Vestmannabraut 46B.
Hún flutti til Reykjavíkur á fyrri hluta sjötta áratugarins.
Svanhvít var í vist í fyrstu, vann á saumastofu Hagkaupa og síðar vann hún verksmiðjustörf hjá niðursuðuverksmiðjunni Ora.
Þau Kristinn giftu sig 1946, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu í Reykjavík, en lengst í Fögrubrekku 16 í Kópavogi.
Kristinn lést 1993. Svanhvít bjó í Fannborg 8 frá 1995, en síðast á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í nokkra mánuði.
Hún lést 2008.

I. Maður Svanhvítar, (24. ágúst 1946), var Kristinn Sigurjónsson frá Hafnarfirði, offsettprentari, ljósmyndari, prentsmiðjurekandi, f. 4. apríl 1923, d. 20. ágúst 1993 af slysförum. Foreldrar hans voru hjónin Sigurjón Arnlaugsson sjómaður, formaður, verkstjóri í Garði í Hafnarfirði, f. 15. júlí 1877, d. 10. desember 1959 og kona hans Steinþóra Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 4. júní 1883, d. 8. febrúar 1945.
Börn þeirra:
1. Friðrik Sveinn Kristinsson tæknifræðingur, húsasmiður, f. 30. mars 1946. Barnsmóðir hans Helga Guðjónsdóttir. Kona hans Þóra Jakobsdóttir.
2. Flóki Kristinsson guðfræðingur, prestur, f. 21. október 1951. Kona hans Ásdís Sigurþórsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 21. október 2021. Flóki Kristinsson - Árnað heilla.
  • Prestþjónustubækur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.