Sveinbjörg Sveinsdóttir (Skipholti)
Sveinbjörg Sveinsdóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja fæddist 2. apríl 1898 og lést 4. september 1977.
Foreldrar hennar voru Sveinn Sveinsson sjómaður, verkamaður f. 9. október 1863 á Eyrarbakka, d. 2. júní 1941, og kona hans Ingunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 26. janúar 1859 í Eyvindarhólasókn u. Eyjafjöllum, d. 29. apríl 1941.
Sigurbjörg var með foreldrum sínum á Flóagafli í Flóa 1901, á Ósi á Eyrarbakka 1910 og 1920.
Hún flutti til Eyja 1922.
Þau Friðrik giftu sig 1922, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu fyrst á Seljalandi við Hásteinsveg 10, síðan á Hofsstöðum við Brekastíg 30, í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41, og í Skipholti við Vestmannabraut 46B.
Þau fluttu til Lands á fyrri hluta sjötta áratugarins, bjuggu á Melaheiði 7 í Kópavogi.
Sveinbjörg lést 1977.
Ingimundur dvaldi að síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann lést 1983.
I. Maður Sveinbjargar, (1922), var Friðrik Ingimundarson frá Skarðshjáleigu í Mýrdal, sjómaður, skipstjóri, verkamaður, f. þar 17. september 1894, d. 20. febrúar 1983.
Börn þeirra:
1. Elín Friðriksdóttir, f. 6. október 1922 á Seljalandi, d. 20. maí 2007.
2. Svanhvít Friðriksdóttir, f. 29. janúar 1925 á Hofsstöðum, d. 7. október 2008.
3. Friðrik Friðriksson, f. 4. september 1926 á Hofsstöðum, d. 23. maí 2003.
4. Matthildur Friðriksdóttir, f. 27. janúar 1932 í Langa-Hvammi, d. 13. maí 2013.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.