Sveinbjörg Sveinsdóttir (Skipholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Sveinbjörg Sveinsdóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja fæddist 2. apríl 1898 og lést 4. september 1977.
Foreldrar hennar voru Sveinn Sveinsson sjómaður, verkamaður f. 9. október 1863 á Eyrarbakka, d. 2. júní 1941, og kona hans Ingunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 26. janúar 1859 í Eyvindarhólasókn u. Eyjafjöllum, d. 29. apríl 1941.

Sigurbjörg var með foreldrum sínum á Flóagafli í Flóa 1901, á Ósi á Eyrarbakka 1910 og 1920.
Hún flutti til Eyja 1922.
Þau Friðrik giftu sig 1922, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu fyrst á Seljalandi við Hásteinsveg 10, síðan á Hofsstöðum við Brekastíg 30, í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41, og í Skipholti við Vestmannabraut 46B.
Þau fluttu til Lands á fyrri hluta sjötta áratugarins, bjuggu á Melaheiði 7 í Kópavogi.
Sveinbjörg lést 1977.
Ingimundur dvaldi að síðustu á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann lést 1983.

I. Maður Sveinbjargar, (1922), var Friðrik Ingimundarson frá Skarðshjáleigu í Mýrdal, sjómaður, skipstjóri, verkamaður, f. þar 17. september 1894, d. 20. febrúar 1983.
Börn þeirra:
1. Elín Friðriksdóttir, f. 6. október 1922 á Seljalandi, d. 20. maí 2007.
2. Svanhvít Friðriksdóttir, f. 29. janúar 1925 á Hofsstöðum, d. 7. október 2008.
3. Friðrik Friðriksson, f. 4. september 1926 á Hofsstöðum, d. 23. maí 2003.
4. Matthildur Friðriksdóttir, f. 27. janúar 1932 í Langa-Hvammi, d. 13. maí 2013.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.