Matthildur Friðriksdóttir (Skipholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Matthildur Friðriksdóttir frá Skipholti, starfsstúlka, húsfreyja fæddist 27. janúar 1932 í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41 og lést 13. maí 2013.
Foreldrar hennar voru Friðrik Ingimundarson frá Skarðshjáleigu í Mýrdal, sjómaður, verkamaður, f. þar 17. september 1894, síðast á Hrafnistu í Hafnarfirði, d. 20. febrúar 1983, og kona hans Sveinbjörg Sveinsdóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja, f. 2. apríl 1898, síðast á Melaheiði 7 í Kópavogi, d. 4. september 1977.

Börn Sveinbjargar og Friðriks:
1. Elín Friðriksdóttir, f. 6. október 1922 á Seljalandi, d. 20. maí 1977.
2. Svanhvít Friðriksdóttir, f. 29. janúar 1925 á Hofsstöðum, d. 7. október 2008.
3. Friðrik Friðriksson, f. 4. september 1926 á Hofsstöðum, d. 23. maí 2003.
4. Matthildur Friðriksdóttir, f. 27. janúar 1932 í Langa-Hvammi, d. 13. maí 2013.

Matthildur var með foreldrum sínum í æsku, í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41, í Skipholti við Vestmannabraut 46B.
Hún bjó við Barónstíg 3 í Reykjavík, eignaðist barn í Eyjum með Sigurði Ellert 1954, skráði það síðar Einarsdóttur.
Matthildur giftist Einari. Þau fluttu til Gautaborgar, bjuggu þar um skeið. Hann lést 1990.
Þau Þorsteinn hófu búskap og bjuggu í Háholti 12 í Hafnarfirði. Þorsteinn lést 2002.
Matthildur flutti að síðust að Hrafnistu í Reykjavík.
Hún lést 2013.

I. Barnsfaðir Matthildar var Sigurður Ellert Jónsson verkamaður, kaupmaður, f. 13. júlí 1931.
Barn þeirra:
1. Svanhvít Kristín Einarsdóttir, f. 22. september 1954 í Skipholti, d. 1. september 2016.

II. Maður Matthildar var Einar Þórarinn Guðmundsson frá Neskaupstað, sjómaður, farmaður, f. 18. júní 1924, d. 26. apríl 1990. Foreldrar hans voru Guðmundur Sveinsson bóndi í Sandvík í Norðfjarðarhreppi, f. 4. nóvember 1861, d. 18. janúar 1940, og ráðskona hans Jarþrúður Einarsdóttir, f. 8. apríl 1901, d. 15. júní 1939. Fósturfaðir hans var Bjarni Einarsson í Neskaupstað.
Þau voru barnlaus.

III. Sambúðarmaður Matthildar var Þorsteinn Kristinn Ingimarsson sjómaður, járnsmiður, f. 6. júní 1932, d. 2. mars 2002. Foreldrar hans voru Ingimar Kristinn Þorsteinsson járnsmiður, f. 26. maí 1907 á Meiðastöðum í Garði, Gull., d. 18. nóvember 1958, og kona hans Jónína Þóra Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 13. apríl 1910 í Gerðum í Garði, d. 20. janúar 1999.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.