Þórarinn Magnússon (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 15. maí 2022 kl. 14:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. maí 2022 kl. 14:14 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Þórarinn Magnússon.

Þórarinn Magnússon kennari fæddist 17. febrúar 1921 í Neðridal í Mýrdal og lést 18. janúar 1999.
Foreldrar hans voru Magnús Ingibergur Þórðarson verkamaður, f. 5. mars 1895, d. 2. janúar 1983, og barnsmóðir hans Jónína Sigríður Gísladóttir, f. 1. júlí 1900, d. 2. desember 1993.

Þórarinn var með móður sinni í Neðridal til 1923, fór með henni að Hátúnum í Landbroti, var með henni á Ketilsstöðum í Mýrdal 1928-1931, en fór þá með henni til Eyja.
Þau bjuggu í Helli við Vestmannabraut 13B. Hann nam í Kvöldskóla iðnaðarmanna 1936-1939, tók vélstjóranámskeið Fiskifélagsins 1941, lauk kennaraprófi 1948. Þórarinn sótti esperantó nám í alþjóðaskólanum á Helsingjaeyri 1952, fór í námsferðir um V-Evrópu 1952, 1956 og 1958.
Þórarinn var var við vélsmíðanám í Bjargi í Reykjavík, var sjómaður, m.a. á Öldunni VE, þar sem hann slasaðist, missti hægri handlegginn. Þá fór hann í Kennaraskólann. Hann var kennari í Barnaskólanum frá 1948-1963, skólastjóri barnaskólans í Reykholti í Biskupstungum 1964-1972, kennari í Barnaskólanum í Eyjum 1972-1983 og stundakennari öðru hverju síðan, var einnig kennari í Gagnfræðaskólanum 1963-1964, einnig kenndi hann á esperantónámskeiðum.
Að síðust var Þórarinn húsvörður í tannlæknahúsi Háskóla Íslands í Reykjavík.
Þórarinn sat í stjórn Verkamannafélagsins Drífanda 1938-1939, stjórn Sósíalistafélags Vestmannaeyja 1940-1944 og 1949-1952, esperantistafélaginu La verda insulo 1949-1962, Sjúkrasamlags Vestmannaeyja 1961-1964, Sjálfsbjargar í Eyjum 1962-1964, sat í yfirkjörstjórn Vestmannaeyja öðru hvoru 1948-1964. Hann var bæjarfulltrúi og bæjarráðsmaður í Eyjum 1974-1978.
Rit:
Bæjarmálagreinar í Eyjablaðinu og smágreinar í Þjóðviljanum.

Þau Gunnlaug giftu sig 1942, eignuðust þrjú börn og fóstruðu tvær yngstu systur Gunnlaugar og síðan tvö börn Ólafar Járnbrár dóttur sinnar. Þau bjuggu í fyrstu í Ási við Kirkjuveg49, síðar í Háaskála við Brekastíg 11b og Antonshúsi við Brekastíg 32. Í Reykjavík bjuggu þau í Asparfelli 6 .
Gunnlaug lést 1990 og Þórarinn 1999.

I. Kona Þórarins, (31. desember 1942), var Gunnlaug Rósalind Einarsdóttir frá Bakka í Bakkafirði, N-Múl., húsfreyja, f. 9. janúar 1922, d. 9. júní 1990.
Börn þeirra:
1. Ólöf Járnbrá Þórarinsdóttir verkakona, f. 8. október 1951, d. 5. maí 1984. Fyrrum maður hennar Reynir Santos
2. Sigurður Gísli Þórarinsson framkvæmdastjóri, f. 24. janúar 1953. Kona hans Kristbjörg U. Grettisdóttir Jóhannessonar.
3. Ásmundur Jón Þórarinsson rafvirki, f. 17. ágúst 1959. Kona hans Birna Ólafía Jónsdóttir.
Fósturbörn, yngstu systur Gunnlaugar:
4. Pálína Sigþrúður Einarsdóttir Höjgaard, f. 30. janúar 1936.
5. Svava Einarsdóttir Höjgaard, f. 3. apríl 1937, d. 19. desember 2021.
Fósturbörn, börn Ólafar Járnbrár dóttur þeirra:
6. Rósalind Reynisdóttir, f. 22. janúar 1971.
7. Emil Þór Reynisson, f. 24. febrúar 1972.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 23. febrúar 1999. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.