Sigríður Gísladóttir (Helli)
Jónína Sigríður Gísladóttir frá Ketilsstöðum í Mýrdal, V.-Skaft., bústýra, húsfreyja fæddist þar 1. júlí 1900 og lést 2. desember 1993.
Foreldrar hennar voru Gísli Þórarinsson bóndi, f. 15. október 1865 í Þykkvabæ í Landbroti, V.-Skaft., d. 21. desember 1943 á Ketilsstöðum, og barnsmóðir hans Guðrún Jónsdóttir frá Ketilsstöðum, þá vinnukona þar, síðar bústýra, f. þar 19. nóvember 1864, d. þar 9. október 1915.
Sigríður var hjá föður sínum á Ketilsstöðum til 1917, var vinnukona þar 1917 og 1918, hjá föður sínum þar 1918-1919, var vinnukona í Neðri-Dal í Mýrdal 1919-1923 (líka talin hjá föður sínum fyrsta árið), farin að Hátúnum í Landbroti 1923. Hún var hjá föður sínum á Ketilsstöðum 1928-1930.
Hún eignaðist barn í Neðri-Dal með Magnúsi 1921.
Sigríður flutti til Eyja 1930, var vinnukona á Kirkjubóli á því ári, lausakona í Helli með Þórarinn hjá sér 1934, húsfreyja þar 1940, eignaðist barn með Þorgeiri 1941, flutti til Reykjavíkur 1945, var þar verkakona.
Sigríður lést 1993.
I. Barnsfaðir Sigríðar var Magnús Ingibergur Þórðarson frá Sléttabóli á Brunasandi í Hörglandshreppi, V.-Skaft., sjómaður, verkamaður, f. 5. mars 1895, d. 2. janúar 1983.
Barn þeirra:
1. Þórarinn Magnússon kennari, skólastjóri, f. 17. febrúar 1921, d. 18. janúar 1999.
II. Barnsfaðir Sigríðar var Þorgeir Þorvarðsson á Bakka á Kjalarnesi, búfræðingur, verkstjóri, f. 27. desember 1914, d. 21. desember 1992.
Barn þeirra:
2. Þórdís Þorgeirsdóttir, húsfreyja, gjaldkeri, f. 23. janúar 1941 í Helli við Vestmannabraut 13b. Maður hennar Þorsteinn Magnússon, viðskiptafræðingur.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 7. janúar 1993. Minning Þorgeirs Þorvarðssonar.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.