Ástríður Pétursdóttir (Merkisteini)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. desember 2021 kl. 10:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. desember 2021 kl. 10:31 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ástríður Pétursdóttir frá Káragerði í V-Landeyjum, húsfreyja, síðar í Merkisteini fæddist 11. júlí 1835 og lést 5. ágúst 1919.
Foreldrar hennar voru Pétur Magnússon, síðar bóndi í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, f. 1801 á Lágafelli þar, d. 17. júlí 1843, og kona hans Oddný Eyjólfsdóttir húsfreyja, bóndi, f. 10. maí 1795 í Búðarhóls-Austurhjáleigu, d. 30. ágúst 1877.

Ástríður var með foreldrum sínum í fyrstu, var léttastúlka í Austur-Búðarhólshjáleigu í A-Landeyjum 1850, var með ekkjunni móður sinni í Káragerði í V-Landeyjum 1855.
Þau Jón giftu sig 1860 og bjuggu í Káragerði, eignuðust sex börn.
Jón drukknaði með Jóni Brandssyni við Vestmannaeyjar 1893.
Ástríður var ekkja hjá Guðrúnu dóttur sinni og Sigurði Ísleifssyni í Káragerði 1901.
Hún fluttist með þeim til Eyja 1903, ásamt Sigríði dóttur sinni, en Einar sonur hennar hafði flutst þangað 1901.
Ástríður lést 1919.

Maður Ástríðar, (16. júlí 1860), var Jón Einarsson bóndi, sjómaður, f. 20. desember 1834, drukknaði við Eyjar 25. mars 1893.
Börn þeirra hér:
1. Einar Jónsson sjómaður, f. 12. júní 1863, d. 27. nóvember 1941.
2. Oddný Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. júní 1864, d. 11. febrúar 1950.
3. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, ljósmóðir í Merkisteini, f. 11. janúar 1866 í Káragerði, d. 5. júní 1954.
4. Guðríður Jónsdóttir húsfreyja á Heiði, f. 6. júlí 1871 í Káragerði í Landeyjum, d. 1. júní 1944.
5. Jón Jónsson, f. 3. febrúar 1877, d. 3. júní 1880.
6. Sigríðar Jónsdóttur í Merkisteini, síðar í Reykjavík, f. 20. júní 1878 í Káragerði, d. 14. júlí 1969.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.