Sigríður Jónsdóttir (Merkisteini)
Sigríður Jónsdóttir í Merkisteini, vinnukona fæddist 20. júní 1878 í Káragerði í V-Landeyjum og lést 14. júlí 1969.
Foreldrar hennar voru Jón Einarsson bóndi í Káragerði og Káragerðishjáleigu, f. 20. desember 1834, drukknaði við Eyjar 25. mars 1893 með Jóni Brandssyni og skipshöfn, og kona hans Ástríður Pétursdóttir húsfreyja, síðar í Merkisteini, f. 11. júlí 1835, d. 5. ágúst 1919.
Börn Jóns og Ástríðar í Eyjum voru:
1. Einar Jónsson sjómaður, f. 12. júní 1863, d. 27. nóvember 1941.
2. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, ljósmóðir í Merkisteini, f. 11. janúar 1866 í Káragerði, d. 5. júní 1954.
3. Guðríður Jónsdóttir húsfreyja á Heiði, f. 6. júlí 1871 í Káragerði í Landeyjum, d. 1. júní 1944.
4. Sigríðar Jónsdóttur í Merkisteini, síðar í Reykjavík, f. 20. júní 1878 í Káragerði, d. 14. júlí 1969.
Sigríður var með foreldrum sínum í Káragerði meðan föður hennar naut við, en hann drukknaðir 1893.
Hún var vinnukona hjá Guðrúnu systur sinni og Sigurði í Káragerði 1901, fylgdi þeim til Eyja 1903.
Sigríður var vinnukona í Merkisteini 1910, en fluttist til Reykjavíkur 1912 og bjó þar síðan, síðast í Sigtúni 29.
I. Maður Sigríðar var Sigursteindór Eiríksson verkamaður, f. 4. júlí 1886 í Hvalsnessókn í Gull., d. 12. ágúst 1958.
Börn þeirra:
1. Ástráður Jón Sigursteindórsson guðfræðingur, skólastjóri, f. 10. júní 1915, d. 20. júlí 2003. Kona hans var Ingibjörg Halldóra Jóelsdóttir.
2. Bjarni Sigursteindórsson verslunarmaður, f. 11. nóvember 1917, d. 30. apríl 2002.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 2003.
- Prestþjónustubók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.