Margrét Karlsdóttir (húsfreyja)
Margrét Karlsdóttir frá Húsavík, S.-Þing., húsfreyja fæddist 8. janúar 1930 á Vegamótum þar.
Foreldrar hennar voru Kristján Karl Stefánsson frá Hellulandi í S.-Þing., verkamaður, f. 11. maí 1897 á Fótaskinni (síðar Helluland) í Aðaldal, S.-Þing., d. 4. júní 1967, og kona hans Sigfríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1904 á Höskuldsstöðum í Reykjadal í S.-Þing., d. 21. september 1998.
Margrét var með foreldrum sínum til fullorðinsára.
Þau Friðþór giftu sig 1953, eignuðust fimm börn, en eitt þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu í fyrstu á Sólbergi, á Hásteinsvegi 9 við fæðingu Brynju 1956, á Sólbergi við fæðingu Guðlaugs 1961, en síðar á Illugagötu 49.
Friðþór lést 2004. Margrét býr í Hraunbúðum við Dalhrauni 3.
I. Maður Margrétar, (4. október 1953), var Friðþór Guðlaugsson frá Sólbergi, vélvirkjameistari, f. 11. október 1926 á Vegbergi, d. 19. júní 2004.
Börn þeirra:
1. Stefán Friðþórsson lagerstjóri í Reykjavík, f. 27. mars 1954. Kona hans Svala Sigurðardóttir.
2. Brynja Friðþórsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 3. september 1956. Maður hennar Þorsteinn Ívar Þorsteinsson.
3. Guðlaugur Friðþórsson sjómaður í Eyjum, f. 24. september 1961. Sambúðarkona María Tegeder.
4. Andvana fæddur drengur 1968.
5. Sigurhanna Friðþórsdóttir húsfreyja, kennari, f. 25. ágúst 1972. Maður hennar Jón Atli Gunnarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.