Oddgeir Hjartarson (rafvirkjameistari)
Oddgeir Hjartarson rafvirkjameistari í Eyjum fæddist 15. júní 1902 í Eystri-Kirkjubæ á Rangárvöllum og lést 11. ágúst 1959 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Hjörtur Oddsson bóndi og trésmiður, f. 29. september 1845 í Þúfu í Landsveit, Rang., d. 12. mars 1921 í Eystri-Kirkjubæ, og kona hans Guðbjörg Gunnarsdóttir frá Eystri-Kirkjubæ, húsfreyja, f. 21. apríl 1860, d. 25. maí 1939 í Reykjavík.
Oddgeir var með foreldrum sínum í æsku.
Hann fékk iðnréttindi 1936, meistarabréf 1946, löggildingu 1946.
Oddgeir vann hjá Haraldi Eiríkssyni frá 1927 til dauðadags. Hann var í prófnefnd rafvirkja.
Þau Ásta giftu sig, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Hörgsholti við Skólaveg 10 1927, á Skjaldbreið við Urðaveg 36 1929, í Eystra Stakkagerði 1930, en lengst í Breiðuvík við Kirkjuveg 82.
Ólafur lést 1959 og Ásta 1985.
Kona Oddgeirs var Ásta Sigríður Ólafsdóttir, f. 8. september 1904 á Sauðárkróki, d. 3. desember 1985.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Oddgeirsdóttir húsfreyja, f. 8. desember 1927, d. 5. maí 2010.
2. Ólafur Haraldur Oddgeirsson rafvirkjameistari, f. 30. mars 1929.
3. Lilja Goðmunda Oddgeirsdóttir (Stúlla) húsfreyja, f. 3. júní 1931, d. 25. október 1997.
4. Hjördís Oddgeirsdóttir húsfreyja, f. 5. júlí 1932, d. 22. mars 1994.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
- Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.