Magnús Þorsteinsson (Landlyst)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. janúar 2016 kl. 17:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. janúar 2016 kl. 17:49 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Magnús Þorsteinsson (Landlyst)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Þorsteinsson frá Landlyst, prestur á Mosfelli í Mosfellssveit, fæddist 3. janúar 1872 í Landlyst og lést 4. júlí 1922.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson héraðslæknir, f. 17. nóvember 1840, d. 13. ágúst 1908, og kona hans Matthildur Magnúsdóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1833, d. 5. mars 1904.

Börn Þorsteins og Matthildar voru:
1. Margrét húsfreyja, f. 2. janúar 1866 í Sjólyst, d. 5. september 1931 í Los Angeles, gift Jóhann Morten Peter Bjarnasen. Húsfreyja í Eyjum, síðar í Las Vegas og í Hollywood.
2. Guðmundur járnbrautarstarfsmaður í Utah, f. 8. október 1867 í Sjólyst, d. 13. mars 1933 í Spanish Fork í Utah.
3. Jón verslunarmaður í Reykjavík, f. 30. október 1868 í Sjólyst, d. 24. maí 1931, kvæntur Guðrúnu Johansdóttur Heilmann.
4. Ingibjörg, f. 16. júlí 1870 í Landlyst, d. 14. desember 1871.
5. Magnús prestur á Mosfelli í Mosfellssveit, f. 3. janúar 1872 í Landlyst, d. 4. júlí 1922, kvæntur Valgerði Gísladóttur.
6. Guðrún húsfreyja í Valhöll, f. 25. desember 1873, d. 24. ágúst 1928, gift Ágústi Gíslasyni.

Magnús var með foreldrum sínum í æsku. Hann hóf nám í Reykjavíkurskóla 1885, varð stúdent 1891, tók próf úr prestaskóla 1893.
Hann var um vetur í Kaupmannahöfn. 1894-1895 hélt Magnús kvöldskóla í Eyjum, en síðan var hann starfsmaður hjá Bryde í Vík í Mýrdal.
Hann vígðist til prests 1897 og var aðstoðarprestur að Krossi í Landeyjum, en varð sóknarprestur þar árið eftir og sat að Bergþórshvoli. 1904 fékk hann Mosfell í Mosfellssveit og hélt til dd.

Kona hans, (22 maí 1898), var Valgerður Gísladóttir húsfreyja, f. 27. október 1873, d. 18. júní 1940. Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson á Kolbeinsstöðum á Miðnesi, f. 15. nóvember 1843 og Kristín Gísladóttir, síðar húsfreyja í Garðbæ á Eyrarbakka, f. 23. október 1848 á Ytri-Ásum í Skaftártungu, d. 25. júlí 1882.
Börn þeirra:
1. Kristín Magnúsdóttir.
2. Bergþór Njáll Magnússon.
3. Þorsteinn Magnússon.
4. Matthildur Magnúsdóttir.
5. Ástríður Magnúsdóttir.
6. Margrét Magnúsdóttir.
7. Ólafur Magnússon söngvari.
8. Árni Magnússon.
9. Guðrún Magnúsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Blik 1962, Kennaratal 1885-1904
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.