Hákon Jóhannsson (Skálholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. mars 2022 kl. 16:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. mars 2022 kl. 16:27 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Hákon Jóhannsson (Skálholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðmann Hákon Jóhannsson frá Skálholti við Landagötu, verkamaður, garðyrkjumaður, leigubílstjóri, síðast í Mosfellsbæ fæddist 12. nóvember 1913 í Skálholti-eldra og lést 18. september 1967.
Foreldrar hans voru Jóhann Maríus Einarsson sjómaður, trésmiður, f. 19. febrúar 1884 á Auðnum í Kálfatjarnarsókn á Reykjanesi, d. 11. mars 1974, og kona hans Þuríður Auðunsdóttir frá Húsavík, húsfreyja, f. 28. september 1892 á Stokkseyri, d. 22. apríl 1934 á Vífilsstöðum.

I. Barn Jóhanns og Dagmar Jóhannesdóttir:
1. Guðrún Jóhannsdóttir heimilishjálp, húsfreyja í Reykjavík, f. 25. júlí 1938 í Heiðarbæ í Þingvallasveit. Maður hennar Leifur Friðleifsson.
Börn Þuríðar og Jóhanns:
2. Ólafía Petrea Jóhannsdóttir Thorlacius húsfreyja, f. 18. ágúst 1912, d. 9. september 2002. Maður hennar Haraldur Þorleifsson Thorlacius.
3. Guðmann Hákon Jóhannsson verkamaður, garðyrkjumaður, leigubílstjóri, síðast í Mosfellsbæ, f. 12. nóvember 1913, d. 18. september 1967. Fyrrum kona hans Þorbjörg Guðmundsdóttir. Kona hans Hólmfríður Ingibjörg Guðvarðardóttir.
4. Andvana stúlka, f. 2. janúar 1917.
5. Haraldur Óskar Jóhannsson sjómaður, f. 13. nóvember 1921, drukknaði 17. maí 1953. Kona hans Viktoría Sigurjónsdóttir.

Hákon var með foreldrum sínum í æsku, í Skálholt-eldra, Brimnesi og í Reykjavík.
Hann vann við garðyrkju og var leigubílstjóri.
Þau Þorbjörg giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu.
Þau Hómfríður Ingibjörg giftu sig 1948, eignuðust þrjú börn.
Hákon bjó við Grettisgötu, en síðast í Mosfellsbæ.

I. Kona Hákonar, (skildu), var Þorbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 6. janúar 1920 á Korpúlfsstöðum í Mosfellshreppi, d. 12. október 2017.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorláksson bóndi á Seljabrekku í Mosfellssveit, f. 29. nóvember 1894 á Korpúlfsstöðum, d. 30. september 1985, og kona hans Bjarnveig Sigríður Steindóra Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 5. nóvember 1896 á Geirseyri í Patreksfirði, d. 14. júní 1979.
Barn þeirra:
1. Gunnar Hákonarson, f. 9. janúar 1940.

II. Kona Hákonar, (23. maí 1948), er Hólmfríður Ingibjörg Guðvarðardóttir húsfreyja, f. 13. október 1922 á Illugastöðum í Flókadal í Skagaf. Foreldrar hennar voru Guðvarður Sigurbergur Pétursson bóndi, f. 2. ágúst 1895 á Kleif á Skaga, Skagaf., d. 11. desember 1987 á Akureyri, og kona hans María Ásgrímsdóttir húsfreyja, f. 23. október 1896 á Barði í Fljótum í Skagaf., d. 18. júlí 1994 á Akureyri.
Börn þeirra:
2. Guðvarður Jóhann Hákonarson verkstæðisrekandi, f. 10. desember 1946, d. 15. mars 2002. Kona hans Erna Björg Kjartansdóttir.
3. Þuríður María Hákonardóttir, f. 30. apríl 1949. Maður hennar Eric H. Köppel.
4. Elsa Hákonardóttir, f. 24. febrúar 1956. Maður hennar Pétur Einarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.