Ólafur Runólfsson (Búðarfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. janúar 2022 kl. 16:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. janúar 2022 kl. 16:19 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur Helgi Runólfsson.

Ólafur Helgi Runólfsson frá Búðarfelli, húsasmíðameistari, matsveinn, framkvæmdastjóri fæddist þar 2. janúar 1932 og lést 7. desember 2009.
Foreldrar Ólafs voru Runólfur Runólfsson verkamaður á Búðarfelli, f. 29. maí 1892, d. 16. janúar 1979, og kona hans Guðný Petra Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 28. febrúar 1901, d. 30. desember 1976.

Bræður Ólafs voru
1. Einar Guðmundur Ólafsson vélstjóri, síðar húsvörður í Hafnarfirði, f. 13. mars 1921, d. 2. desember 1984. Hann var hálfbróðir Ólafs, sammæddur.
2. Stefán Guðlaugur Runólfsson framkvæmdastjóri f. 10. september 1933.

Ólafur var með foreldrum sínum í æsku.
Sextán ára kleif hann Þrídranga við þriðja mann.
Hann lærði húsasmíði, varð sveinn 1953, fékk meistararéttindi 1956, lærði síðar matreiðslu í Matsveina- og veitingaskólanum 1968-1970.
Ólafur fór til sjós sautján ára, háseti á Sjöstjörnunni VE á síldveiðum.
Hann stofnaði Nýja Kompaníið með nokkrum félögum sínum og rak það um árabil.
Ólafur varð síðan kokkur á Gullborgu með Binna í Gröf, síðar á Ísleifi IV og Vestmannaey. Þá var hann forstöðumaður í mötuneyti hjá Fiskiðjunni til Goss 1973.
Hann dvaldi í Hveragerði í Gosinu, en við heimkomu varð hann framkvæmdastjóri Herjólfs og gegndi því starfi í 9 ár. Eftir flutning til Reykjavíkur var hann húsvörður hjá Reykjavíkurborg.
Ólafur var einn af stofnendum AA-deildar í Eyjum og Lions klúbbsins. Þau Sigurborg giftu sig 1953, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra á fyrsta ári þess. Þau hófu búskap á Búðarfelli, reistu síðan húsið við Fjólugötu 11 og bjuggu þar uns þau fluttu til Reykjavíkur 1988.
Sigurborg lést 1993 og Ólafur 2009.

Ólafur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona Ólafs, (21. júní 1953), var Sigurborg Björnsdóttir frá Seyðisfirði, húsfreyja, f. 29. nóvember 1932 á Stóra-Steinsvaði í Hjaltastaðahreppi, N.-Múl., d. 9. desember 1993.
Börn þeirra:
1. Guðrún Petra Ólafsdóttir, f. 8. september 1952. Maður hennar Jóhannes Kristinsson.
2. Margrét Birna Ólafsdóttir, f. 11. maí 1954, d. 7. nóvember 1954.
3. Ester Ólafsdóttir, f. 7. nóvember 1956. Maður hennar Einar Bjarnason.
4. Birgir Runólfur Ólafsson, f. 8. maí 1962. Barnsmæður hans Linda Sigrún Hansen, Anna Lind Borgþórsdóttir. Kona hans Helga Jónsdóttir.

II. Síðari kona Ólafs, (12. desember 2001), var Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 12. desember 1933 á Laugalandi í Stafholtstungum, Mýr., d. 15. júní 2013. Foreldrar hennar voru Magnús Finnsson lausamaður víða í Borgarfirði, f. 12. maí 1884, d. 4. september 1946 og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, húskona, f. 15. nóvember 1891, d. 29. apríl 1982.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.