María Anna Óladóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. desember 2021 kl. 10:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. desember 2021 kl. 10:53 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
María Anna Óladóttir.

María Anna Óladóttir húsfreyja á Flögu í Þistilfirði fæddist 12. apríl 1932 á Miðhúsum í Eyjum og lést 8. október 2016.
Foreldrar hennar voru Óli Jónsson, þá sjómaður á Miðhúsum, f. 27. júní 1909, d. 30. júlí 1981, og Jóna Gíslína Magnúsdóttir, f. 6. júní 1915 í Dvergasteini, d. 19. nóvember 1995.

Börn Jónu Gíslínu og Óla:
1. María Anna Óladóttir, f. 12. apríl 1932, d. 8. október 2016.
2. Guðjón Magnús (Ólason) Einarsson, f. 11. mars 1934, d. 29. október 2019. Kjörforeldrar hans voru Einar Brynjólfsson og Margrét Einarsdóttir.
3. Sigurbjörn Friðrik Ólason, f. 28. júní 1937, d. 10. febrúar 2020.
4. Einar Marvin Ólason, f. 2. maí 1944, d. 5. nóvember 1968.

María Anna vann á Sjúkrahúsinu.
Hún bjó með Gesti í Franska spítalanum 1949. Hann lést 1952.
Hún var síðar húsfreyja á Flögu og eftir flutning til Þórshafnar vann hún við umönnun þar.
Þau Hjalti giftu sig 1956, eignuðust 4 börn.

I. Sambúðarmaður Maríu Önnu var Gestur Jóhannesson frá Flögu í Þistilfirði, sjómaður, vélstjóri, f. 2. janúar 1929, drukknaði 12. apríl 1952.
Barn þeirra:
1. Jóna Sigríður Gestsdóttir húsfreyja í Hveragerði, f. 15. júlí 1951. Sambúðarmaður hennar Jón Ingi Kristjánsson.

II. Maður Maríu Önnu, (20. desember 1956), var Hjalti Jóhannesson bóndi á Flögu í Svalbarðshreppi, Þistilfirði, síðar bifreiðastjóri á Þórshöfn, f. 17. nóvember 1932 í Svalbarðshreppi, d. 12. desember 2015. Foreldrar hans voru Jóhannes Guðmundsson bóndi, f. 23. mars 1890, d. 29. október 1980, og kona hans Sigríður Gestsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1893, d. 27. október 1979.
Börn þeirra:
1. Hafdís Gests Hjaltadóttir húsfreyja á Akureyri, f. 2. september 1956. Maður hennar Börgvin Axel Gunnarsson.
2. Margrét Anna Hjaltadóttir húsfreyja á Þórshöfn, f. 9. september 1961. Sambúðarmaður hennar Óðinn Jakob Haraldsson.
3. Þórhalla Aðalbjörg Hjaltadóttir húsfreyja á Þórshöfn, f. 17. nóvember 1965. Sambúðarmaður hennar Ívar Þór Jónsson.
4. Maren Óla Hjaltadóttir húsfreyja á Þórshöfn, f. 1. október 1968. Sambúðarmaður hennar Þórarinn Jakob Þórisson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.