Valgerður Hróbjartsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 6. desember 2021 kl. 15:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 6. desember 2021 kl. 15:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Valgerður Hróbjartsdóttir''' húsfreyja fæddist 11. október 1876 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum og lést 18. febrúar 1970.<br> Foreldrar hennar voru Hróbjartur Pétursson b...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Valgerður Hróbjartsdóttir húsfreyja fæddist 11. október 1876 á Rauðafelli u. Eyjafjöllum og lést 18. febrúar 1970.
Foreldrar hennar voru Hróbjartur Pétursson bóndi, f. 2. október 1849, d. 11. janúar 1910, og kona hans Solveig Pálsdóttir húsfreyja, f. 9. febrúar 1848, d. 12. október 1921.

Börn Sólveigar og Hróbjarts í Eyjum:
1. Valgerður Hróbjartsdóttir í Skuld, f. 11. október 1876, d. 18. febrúar 1970.
2. Sigríður Hróbjartsdóttir húsfreyja á Lyngbergi, f. 4. apríl 1882, d. 15. apríl 1953.
3. Sigurður Hróbjartsson útgerðarmaður á Litlalandi við Kirkjuveg 59, f. 8. september 1883, d. 10. febrúar 1931.
4. Oktavía Hróbjartsdóttir húsfreyja á Brattlandi við Faxastíg 19, f. 31. maí 1890, d. 20. desember 1977.
5. Systkinin og Sigurður Pétur Oddsson í Skuld voru bræðrabörn.

Valgerður var á Rauðafelli 1880, vinnukona í Útey í Laugardal, Árn. 1901, húskona í Búðarhóls-Norðurhjáleigu í A.-Landeyjum við fæðingu Árnýjar 1907, húsfreyja í Skuld 1910, bjó á Suðurpól nr. 3 1920, á Hverfisgötu 92b 1930, síðast á Elliheimilinu Grund. Hún lést 1970.

I. Barnsfaðir Valgerðar var Sigurjón Bjarnason vinnumaður í Eystra- Fíflholti í V.-Landeyjum, síðar sjómaður, f. 14. október 1883 á Sperðli í V.-Landeyjum, d. 24. janúar 1968. Hann var sonur Bjarna Bjarnasonar.
Barn þeirra:
1. Árný Ólína Sigurjónsdóttir húsfreyja í Austurkoti í Sandvíkurhreppi og Móeiðarhvolshjáleigu 1930, f. 16. janúar 1907 í Búðarhóls-Norðurhjáleigu í A.-Landeyjum, d. 22. júlí 2004. Maður hennar Jón Pálsson.

II. Barnsfaðir Valgerðar var Geir Einarsson sjómaður, bóndi í Stíflu í Landeyjum, f. 17. nóvember 1874, d. 26. apríl 1954.
Barn þeirra:
2. Þórður Kristinn Geirsson fiskimatsmaður í Reykjavík, f. þar 13. mars 1917, d. 3. júlí 1961. Kona hans Unnur Guðný Elínborg Albertsdóttir.

III. Barnsfaðir Valgerðar var Einar Jónsson frá Oddsstöðum, bóndi í Halakoti í Biskupstungum, f. 31. október 1860 á Oddsstöðum, d. 15. febrúar 1950 í Reykjavík.
Barn þeirra:
3. Guðmunda Guðrún Magnúsína Einarsdóttir, f. 12. ágúst 1921 í Reykjavík, d. 14. júní 1934 í Reykjavík.

IV. Maður Valgerðar, (14. júlí 1911) var Guðmundur Guðmundsson (54 ára við giftingu), skildu. Þau bjuggu á Bræðraborgarstíg 18. Barn þeirra:
4. Anna Hróbjört Guðmundsdóttir húsfreyja í Ásakoti í Laugardælasókn í Árn., f. 31. desember 1911 í Reykjavík, d. 31. apríl 1945. Sambúðarmaður hennar Guðmundur Alexandersson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.