Reynir Böðvarsson (Ásum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. nóvember 2021 kl. 10:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. nóvember 2021 kl. 10:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|150px|''Bergþór Reynir Böðvarsson. '''Bergþór ''Reynir'' Böðvarsson''' frá Ásum við Skólaveg 47, sjómaður fæddist þar...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Bergþór Reynir Böðvarsson.

Bergþór Reynir Böðvarsson frá Ásum við Skólaveg 47, sjómaður fæddist þar 15. maí 1934 og lést 19. nóvember 2013 á Kanaríeyjum.
Foreldrar hans voru Böðvar Ingvarsson frá Koti á Rangárvöllum, verkstjóri, f. þar 29. ágúst 1893, d. 26. desember 1981 og kona hans Ólafía Halldórsdóttir frá Kotmúla í Fljótshlíð, húsfreyja, f. þar 8. ágúst 1894, d. 11. maí 1988.

Börn Ólafíu og Böðvars:
1. Ásdís Böðvarsdóttir, f. 11. ágúst 1919, d. 21. apríl 1925.
2. Ólafía Dóra Böðvarsdóttir, f. 3. mars 1921, d. 12. september 1921.
3. Ásta Böðvarsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1922, d. 1. ágúst 1993. Maður hennar Halldór Sigmar Guðmundsson.
4. Marta Sigríður Böðvarsdóttir, f. 4. júní 1924 á Grímsstöðum, d. 20. september 2002.
5. Guðmundur Ármann Böðvarsson, f. 19. júlí 1926 á Hallormsstað, d. 5. febrúar 2005. Kona hans Jóna Þuríður Bjarnadóttir.
6. Ásdís Böðvarsdóttir húsfreyja á Djúpavogi, f. 28. mars 1928 á Hallormsstað, d. 8. október 2002. Maður hennar Þórður Snjólfsson.
7. Aðalheiður Dóra Böðvarsdóttir, f. 28. maí 1929 á Hallormsstað, d. 27. október 2003.
8. Hilmar Böðvarsson, f. 16. janúar 1931 í Vallanesi, d. 4. nóvember 2017. Kona hans Sæbjörg Jónsdóttir.
9. Bergþór Reynir Böðvarsson, f. 15. maí 1934 á Ásum, d. 19. nóvember 2013. Kona hans Sigurlaug Vilmundardóttir, látin.

Reynir var með foreldrum sínum í æsku, en var frá níu ára aldri í sveit í Fljótshlíð, vann þar sveitastörf og í vegavinnu.
Hann var sjómaður frá 15 ára aldri, var háseti, m.a. á Gullborginni, Stíganda, Bergi, Blátindi og Vestmannaey, en 1976 hóf hann störf á Herjólfi og var þar bátsmaður í 26 ár, hætti 68 ára.
Reynir vann einnig fyrir Sjómannafélagið Jötun.
Þau Sigurlaug giftu sig 1956, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Ásum og á Fífilgötu 2.
Bergþór Reynir lést 2013 og Sigurlaug 2018.

I. Kona Bergþórs Reynis, (22. desember 1956), var Sigurlaug Vilmundardóttir frá Fáskrúðsfirði, húsfreyja, f. 1. júní 1935, d. 2. mars 2018.
Börn þeirra:
1. Marta Bergþórsdóttir, f. 1. mars 1956 á Ásum. Maður hennar Ásgeir Sverrisson.
2. Böðvar Vignir Bergþórsson, f. 23. maí 1958 á Ásum. Kona hans Bryndís Guðjónsdóttir.
3. Ólafía Bergþórsdóttir, býr í Reykjavík, f. 19. maí 1961 á Ásum.
4. Vildís Bergþórsdóttir, býr í Reykjavík, f. 29. september 1966 á Fífilgötu 2. Fyrrum maður hennar Birgir Tómas Arnar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.