Kristín H. Einarsdóttir (Fagurhól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. mars 2021 kl. 14:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. mars 2021 kl. 14:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Kristín Hildur Einarsdóttir''' frá Seyðisfirði, húsfreyja í Fagurhól fæddist 9. júní 1884 á Seyðisfirði og lést 21. júní 1959 í Reykjavík.<br> Fo...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Hildur Einarsdóttir frá Seyðisfirði, húsfreyja í Fagurhól fæddist 9. júní 1884 á Seyðisfirði og lést 21. júní 1959 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Einar Guðmundsson trésmiður, sjómaður, síðar útgerðarmaður á Seyðisfirði, að síðustu hjá dóttur sinni í Eyjum, f. 22. ágúst 1855, d. 25. febrúar 1935, og kona hans Oddný Pétursdóttir húsfreyja, f. 24. janúar 1858, d. 18. október 1913.

Systir Kristínar var Friðrikka Ingibjörg Einarsdóttir húsfreyja í Fagurhól, f. 22. febrúar 1890, d. 12. mars 1979.

Kristín var með foreldrum sínum á Þórarinsstaðastekk í Seyðisfirði 1901, bjó með Þórarni Finnssyni á Seyðisfirði 1909, í Norðfirði 1917, var fráskilin vinnukona í Áreyjum í Reyðarfirði 1920 með Jónínu Matthildi hjá sér, ráðskona þar 1928 og 1930, síðar í Grænuhlíð í Reyðarfirði, síðast á Rauðarárstíg 20 í Reykjavík, d. 21. júní 1959.

I. Fyrrum maður Kristínar var Þórarinn Finnsson vélstjóri, innheimtumaður, f. 8. maí 1880, d. 25. september 1960.
Börn þeirra:
1. Stúlka, f. 15. febrúar 1909, d. 8. mars 1909.
2. Óskar Þórarinsson húsasmíðameistari, f. 28. júní 1910 á Norðfirði, d. 17. maí 1982.
3. Ásta Aðalheiður Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 7. apríl 1912 í Fagurhól, d. 8. október 1985 á Selfossi.

II. Barnsfaðir Kristínar var Jón Benjamínsson smiður, pípulagningamaður, f. 23. júlí 1880, d. 16. janúar 1957.
Barn þeirra:
4. Jónína Matthildur Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 23. janúar 1917 í Norðfirði, d. 29. janúar 2013.

III. Sambýlismaður Kristínar var Indriði Jóhannsson bóndi í Áreyjum í Reyðarfirði, f. 24. nóvember 1885, d. 10. mars 1970.
Barn þeirra:
5. Ólafur Indriðason verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, f. 4. október 1921 í Áreyjum í Reyðarfirði, d. 16. október 1986.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.