Ásta Þórarinsdóttir (Fagurhól)
Ásta Aðalheiður Þórarinsdóttir frá Fagurhól, húsfreyja í Suður-Hvammi í Mýrdal fæddist 17. maí 1912 í Fagurhól og lést 8. október 1985 á Selfossi.
Foreldrar hennar voru Þórarinn Finnsson vélstjóri, innheimtumaður, f. 8. maí 1880 á Tunguhóli í Fáskrúðsfirði, d. 25. september 1960 í Reykjavík, og fyrri kona hans Kristín Hildur Einarsdóttir húsfreyja, ráðskona, f. 9. júní 1884 á Seyðisfirði, d. 21. júní 1959 í Reykjavík.
Fósturforeldrar Ástu voru hjónin á Hafranesi við Reyðarfjörð, Guðbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 17. október 1871, d. 14. október 1930, og Níels Finnsson bóndi og sjómaður, föðurbróðir hennar, f. 13. maí 1869, d. 25. ágúst 1955.
I. Börn Kristínar Hildar og Þórarins:
1. Stúlka, f. 15. febrúar 1909, d. 8. mars 1909.
2. Óskar Þórarinsson húsasmíðameistari, f. 28. júní 1910 á Norðfirði, d. 17. maí 1982.
3. Ásta Aðalheiður Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 7. apríl 1912 í Fagurhól, d. 8. október 1985 á Selfossi.
II. Barn Kristínar Hildar og Jóns Benjamínssonar:
4. Jónína Matthildur Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 23. janúar 1917 í Norðfirði, d. 29. janúar 2013.
III. Barn Kristínar Hildar og Indriða Jóhannssonar:
5. Ólafur Indriðason verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, f. 4. október 1921 í Áreyjum í Reyðarfirði, d. 16. október 1986.
IV. Barn Þórarins og Guðrúnar Magnúsdóttur síðari konu hans:
6. Magnea Lilja Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 17. september 1918 í Reykjavík, d. 8. september 2003 í Reykjavík.
Ásta var með foreldrum sínum í Fagurhól, flutti með þeim til Norðfjarðar 1913. Þau skildu og Ásta var fósturbarn hjá Guðbjörgu og Níels á Hafranesi í Fáskrúðsfirði, fór til starfa á Kristneshæli 1931.
Hún fluttist til Reykjavíkur, var starfsmaður á Vífilsstaðaspítala.
Ásta eignaðist barn með Alexander 1936.
Hún kom kaupakona að Suður-Hvammi í Mýrdal frá Reykjavík 1937, alflutt þangað 1939, var bústýra í Suður-Hvammi 1943, síðan húsfreyja þar til 1962, í Vík 1963-1964, er Kjartan lést.
I. Barnsfaðir Ástu var Alexander Lúðvík Magnússon frá Stekkjarkoti í Keflavíkurhreppi, bifreiðastjóri, f. 12. maí 1911, d. 7. janúar 1944.
Barn þeirra:
1. Erla Magna Alexandersdóttir húsfreyja á Raufarhöfn, í Hveragerði og Reykjavík, saumakona, útgefandi, f. 22. september 1936. Fyrrum maður hennar Garðar Björgvinsson.
II. Maður Ástu Aðalheiðar, (1943), var Kjartan Leifur Markússon búfræðingur, bóndi, f. 8. apríl 1895 í Hjörleifshöfða, d. 15. september 1964 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Markús Loftsson bóndi, f. 28. mars 1828 í Holti í Mýrdal, d. 20. nóvember 1906 í Hjörleifshöfða, og þriðja kona hans Áslaug Skæringsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1864 í Skarðshlíð u. Eyjafjöllum, d. 9. september 1939.
Börn þeirra:
1. Áslaug Hildur Kjartansdóttir húsfreyja í Vík í Mýrdal, f. 30. nóvember 1940 í Suður-Hvammi. Maður hennar Stefán Ásgeirsson.
2. Þórir Níels Kjartansson fjölfræðingur, fyrrum framkvæmdastjóri Víkurprjóns í Vík í Mýrdal, f. 2. desember 1943 í Suður-Hvammi. Kona hans Anna Björnsdóttir.
3. Halla Kjartansdóttir húsfreyja í Þorlákshöfn, f. 31. desember 1944 í Suður-Hvammi. Maður hennar Erlendur Jónsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
- Þórir Níels.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.