Jón Vídalín Jónsson (Húsavík)
Jón Vídalín Jónsson frá Húsavík húsgagnasmíðameistari fæddist þar 19. desember 1926.
Foreldrar hans voru Jón Auðunsson skósmiður, f. 12. ágúst 1891 í Gerðum á Stokkseyri, d. 15. mars 1975, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. nóvember 1888 á Nesi í Selvogi, d. 19. júní 1980.
Börn Sigríðar og Jóns:
1. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 6. febrúar 1918 á Gjábakka, d. 30. ágúst 1958.
2. Borgþór Jónsson kennari í Reykjavík og víðar, f. 11. desember 1919 í Húsavík, d. 4. júlí 1968.
3. Jóna Alda Jónsdóttir, f. 17. apríl 1923 í Húsavík, d. 5. janúar 2015.
4. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. mars 1925 í Húsavík.
5. Jón Vídalín Jónsson húsgagnasmíðameistari í Eyjum og Reykjavík, f. 19. desember 1926 í Húsavík.
6. Ísleifur Jónsson málarameistari í Eyjum og Reykjavík, f. 25. apríl 1928 í Húsavík, d. 21. ágúst 2008.
7. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. september 1929 í Húsavík, d. 8. desember 2016.
8. Sigurður Jónsson verkamaður, íþróttafrömuður í Eyjum, f. 22. desember 1930 í Húsavík, d. 24. maí 2014.
Jón var með foreldrum sínum í æsku, bjó hjá þeim til fullorðinsára.
Hann nam húsgagnasmíði og stundaði iðnina. Hann flutti til Reykjavíkur.
Þau Valdís giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Bönduhlíð 21.
Valdís lést 2012.
I. Kona Jóns Vídalíns, (29. mars 1954), var Valdís Sigurðardóttir frá Djúpavogi, húsfreyja, f. 2. ágúst 1928, d. 26. september 2012. Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson frá Berunesi í Berufirði, S.-Múl., bóndi, trésmiður, f. 14. október 1895, d. 13. júní 1972, og kona hans Andrea Stefanía Emilsdóttir frá Kvíabekk í Ólafsfirði, húsfreyja, kennari, f. 22. júní 1892, d. 28. ágúst 1956.
Börn þeirra:
1. Adda Björk Jónsdóttir, húsfreyja, vinnur hjá utanríkisráðuneytinu, f. 5. ágúst 1954. Maður hennar Björgvin Friðriksson.
2. Erla Bára Jónsdóttir húsfreyja, f. 2. maí 1959. Barnsfaðir hennar Páll Reynisson. Fyrrum maður hennar Sigurhans Valgeir Hlynsson.
3. Sigurður Rúnar Jónsson rafmagnsverkfræðingur, f. 4. september 1965. Kona hans Selma Thorarensen.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.