Alda Jónsdóttir (Húsavík)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. október 2020 kl. 15:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. október 2020 kl. 15:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|100px|''Jóna Alda Jónsdóttir. '''Jóna ''Alda'' Jónsdóttir''' frá Húsavík, húsfreyja, iðnverkakona fæddist þar 17. apr...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jóna Alda Jónsdóttir.

Jóna Alda Jónsdóttir frá Húsavík, húsfreyja, iðnverkakona fæddist þar 17. apríl 1923 og lést 5. janúar 2915 á öldrunardeildinni á Vífilsstöðum.
Foreldrar hennar voru Jón Auðunsson skósmiður, f. 12. ágúst 1891 í Gerðum á Stokkseyri, d. 15. mars 1975, og kona hans Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 29. nóvember 1888 á Nesi í Selvogi, d. 19. júní 1980.

Börn Sigríðar og Jóns:
1. Sigríður Jónsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 6. febrúar 1918 á Gjábakka, d. 30. ágúst 1958.
2. Borgþór Jónsson kennari í Reykjavík og víðar, f. 11. desember 1919 í Húsavík, d. 4. júlí 1968.
3. Jóna Alda Jónsdóttir húsfreyja á Egilsstöðum og í Reykjavík, f. 17. apríl 1923 í Húsavík, d. 5. janúar 2015.
4. Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 19. mars 1925 í Húsavík.
5. Jón Vídalín Jónsson húsgagnasmíðameistari í Eyjum og Reykjavík, f. 19. desember 1926 í Húsavík.
6. Ísleifur Jónsson málarameistari í Eyjum og Reykjavík, f. 25. apríl 1928 í Húsavík, d. 21. ágúst 2008.
7. Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. september 1929 í Húsavík, d. 8. desember 2016.
8. Sigurður Jónsson verkamaður, íþróttafrömuður í Eyjum, f. 22. desember 1930 í Húsavík, d. 24. maí 2014.

Alda var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann ýmis störf í Eyjum. Síðustu ár sín á Egilsstöðum starfaði hún hjá Prjónastofunni Dyngju.
Alda vann við saumaskap í húsgagnaframleiðslu í Reykjavík, en síðar hjá Nóa-Síríus.

Þau Sigurður giftu sig 1950, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Egilsstöðum 1950-1971, er þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu þar í Stóragerði 8, en 2003 fluttu þau í nýja íbúð sem félag eldri borgara byggði við Dalbraut 14 í Reykjavík.
Sigurður lést 2005 og Jóna Alda 2015.

I. Maður Jónu Öldu, (21. október 1950), var Sigurður Gunnarsson frá Beinárgerði á Völlum, S.-Múl., húsasmíðameistari, byggingafulltrúi, húsvörður, f. 19. ágúst 1923, d. 15. júlí 2005. Foreldrar hans voru Gunnar Sigurðsson bóndi á Beinárvöllum, f. þar 31. desember 1891, d. 20. júní 1942, og kona hans Guðlaug Sigríður Sigurðardóttir frá Hjartastöðum á Héraði, húsfreyja, f. 20. nóvember 1890, d. 28. október 1964.
Börn þeirra:
1. Berglind Sigurðardóttir svæfingahjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 30. desember 1950. Maður hennar Helgi Hjálmarsson.
2. Gunnar Hilmar Sigurðsson rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 9. mars 1954. Kona hans Kristín Hálfdánardóttir.
3. Sigríður Jóna Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur í Noregi, f. 16. apríl 1959. Maður hennar Jan Philip Eikelund.
4. Örn Sigurðsson iðntæknifræðingur í Reykjavík, f. 7. desember 1964. Kona hans Fanney Kristjánsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.