Sigríður Jónsdóttir (Lögbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. ágúst 2019 kl. 12:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. ágúst 2019 kl. 12:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigríður Jónsdóttir (Lögbergi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Jónsdóttir frá Tjörnum u. V-Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist 4. nóvember 1883 á Bakka í A-Landeyjum og lést 2. ágúst 1923.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi, f. 15. nóvember 1845, d. 5. desember 1918, og kona hans Guðný Þorbjarnardóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1848, d. 16. maí 1940.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Tjörnum 1890, á Seljalandi u. V-Eyjafjöllum 1901.
Þau Sigurður giftu sig 1907 og fluttu til Eyja á sama ári.
Þau bjuggu í Landakoti 1910 með tveim börnum sínum, en eignuðust sex börn.
Hjónin reistu Lögberg 1911 og bjuggu þar meðan báðum entist líf.
Sigríður lést 1923 og Sigurður 1961.

I. Maður Sigríðar, (1907), var Sigurður Sigurðsson útgerðarmaður, húsasmiður, f. 27. júlí 1883, d. 25. janúar 1961.
Börn þeirra:
1. Hrefna Sigurðardóttir, f. 1. nóvember 1906, d. 10. maí 2006.
2. Ásta Sigurðardóttir, f. 9. júní 1910, d. 24. apríl 2001.
3. Svala Sigurðardóttir, f. 14. október 1911 á Lögbergi, d. 13. febrúar 2000.
4. Jón Baldur Sigurðsson, f. 27. desember 1913 á Lögbergi, d. 27. apríl 2002.
5. Eva Sigurðardóttir, f. 19. mars 1915, d. 2. febrúar 1975.
6. Unnur Sigurðardóttir, f. 15. mars 1916 á Lögbergi, d. 13. maí 2015.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.