Sigríður Elín Guðmundsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. september 2020 kl. 18:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. september 2020 kl. 18:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigríður Elín Guðmundsdóttir''' frá Stekkum í Sandvíkurhreppi, (nú í Árborg), húsfreyja, fyrrverandi bankastarfsmaður fæddist 27. júní 1938.<br> Foreldrar hennar vo...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Elín Guðmundsdóttir frá Stekkum í Sandvíkurhreppi, (nú í Árborg), húsfreyja, fyrrverandi bankastarfsmaður fæddist 27. júní 1938.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Hannesson frá Stóru-Sandvík, bóndi á Stekkum, f. 3. nóvember 1899, d. 10. október 1948, og kona hans Anna Kristín Valdimarsdóttir frá Gularáshjáleigu í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 11. apríl 1917, d. 13. október 2005.

Sigríður var með foreldrum sínum.
Hún lauk landsprófi á Selfossi 1954, vann á heimili sínu og síðan hjá Kaupfélagi Árnesinga.
Hún fluttist til Eyja 1965, kenndi við Barnaskólann í tvö ár og vann í Sparisjóði Vestmannaeyja 1968-1992. Hefur síðan stundað barnagæslu á heimili sínu.
Þau Haukur giftu sig 1965, eignuðust ekki börn. Þau byggðu húsið við Illugagötu 31 og hafa búið þar frá 1968.

I. Maður Sigríðar Elínar, (25. september 1965), er Haukur Guðjónsson frá Reykjum, bifreiðastjóri, útvegsbóndi, vinnuvélastjóri, sauðfjárbóndi, f. þar 13. mars 1938.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigríður Elín.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.