Guðmunda Andrésdóttir (Hrísnesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. júlí 2020 kl. 14:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. júlí 2020 kl. 14:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Guðmunda Andrésdóttir (Hrísnesi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Guðmunda Andrésdóttir frá Hrísnesi, húsfreyja, starfsmaður í brauðgerð fæddist 26. desember 1945 í Ásnesi og lést 23. febrúar 2018 á Landspítalanum. Foreldrar hennar voru Guðmundur Andrés Guðmundsson sjómaður, bifreiðastjóri, afgreiðslumaður frá Hrísnesi, f. 6. nóvember 1915, d. 1. janúar 1994, og kona hans Hjálmrún Guðnadóttir frá Lambhúshóli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 12. október 1920, d. 7. maí 2000.

Börn Hjálmrúnar og Andrésar:
1. Magnea Kristbjörg Andrésdóttir húsfreyja, póstur, f. 21. maí 1944 í Ásnesi. Maður hennar Hannes Helgason.
2. Guðmunda Andrésdóttir húsfreyja, starfsmaður í brauðgerð, f. 26. desember 1945 í Ásnesi, d. 23. febrúar 2018. Maður hennar Guðmundur Konráðsson.
3. Guðjón Rúnar Andrésson bifreiðastjóri, f. 10. maí 1953 í Hrísnesi. Fyrrum kona hans Margrét Björgólfsdóttir. Kona hans Halldóra Sumarliðadóttir.

Guðmunda var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Reykjavíkur 1962.
Hún vann við fiskiðnað á unglingsárum, en síðar varð hún starfsmaður Ömmubaksturs.
Þau Guðmundur giftu sig 1967, eignuðust fjögur börn.
Guðmundur lést 2015 og Guðmunda 2018.

I. Maður Guðmundu, (22. júlí 1967), var Guðmundur Konráðsson stýrimaður, kompásviðgerða- og kompásleiðréttingamaður, f. 24. ágúst 1944, d. 12. nóvember 2015. Foreldrar hans voru Konráð Gíslason frá Hafnarfirði, kompásasmiður, f. 10. október 1903, d. 26. ágúst 1999, og kona hans Guðrún Svava Guðmundsdóttir úr Reykjavík, f. 25. nóvember 1910, d. 13. nóvember 1993.
Börn þeirra:
1. Konráð Guðmundsson járnsmiður, f. 15. mars 1965. Kona hans Guðrún Guðnadóttir.
2. Bryndís Guðmundsdóttir handverkskona, f. 5. ágúst 1966. Maður hennar Ásgeir Agnarsson.
3. Svavar Guðmundsson sjávarútvegsfræðingur, f. 9. mars 1968. Fyrrum kona hans Guðrún Bergmann Fransdóttir.
4. Guðlaug Rúna Guðmundsdóttir þjónustufulltrúi, býr í Hafnarfirði, f. 7. júlí 1969. Maður hennar Kristinn Már Arnórsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.