Guðjón Rúnar Andrésson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðjón Rúnar Andrésson frá Hrísnesi, bifreiðastjóri fæddist þar 10. maí 1953.
Foreldrar hans voru Guðmundur Andrés Guðmundsson sjómaður, bifreiðastjóri, afgreiðslumaður frá Hrísnesi, f. 6. nóvember 1915, d. 1. janúar 1994, og kona hans Hjálmrún Guðnadóttir frá Lambhúshóli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. þar 12. október 1920, d. 7. maí 2000.

Börn Hjálmrúnar og Andrésar:
1. Magnea Kristbjörg Andrésdóttir húsfreyja, póstur, f. 21. maí 1944 í Ásnesi. Maður hennar Hannes Helgason.
2. Guðmunda Andrésdóttir húsfreyja, starfsmaður í brauðgerð, f. 26. desember 1945 í Ásnesi, d. 23. febrúar 2018. Maður hennar Guðmundur Konráðsson.
3. Guðjón Rúnar Andrésson bifreiðastjóri, f. 10. maí 1953 í Hrísnesi. Fyrrum kona hans Margrét Björgúlfsdóttir. Kona hans Halldóra Sumarliðadóttir.

Guðjón Rúnar var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Reykjavíkur 1962.
Hann vann verkamannastörf í fyrstu, var síðan bifreiðastjóri hjá Coca-Cola verksmiðjunni, en lengst hefur hann verði leigubifreiðastjóri.
Guðjón giftist Margréti og átti með henni þrjú börn, en fyrsta barn þeirra lést nýfætt. Þau Margrét skildu.
Þau Halldóra giftu sig, en eiga ekki börn saman.

Guðjón er tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (skildu), er Margrét Björgólfsdóttir, f. 4. október 1954. Foreldrar hennar voru Björgúlfur Kristjánsson Schou Jensen, f. 25. september 1917, d. 3. maí 1991, og kona hans Guðveig Ingibjörg Konráðsdóttir, f. 21. nóvember 1923, d. 19. júlí 2006.
Börn þeirra:
1. Guðni Rúnar Guðjónsson, f. 18. maí 1980, d. 1. júní 1980.
2. Inga Rúna Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 10. nóvember 1982. Maður hennar Óskar Andri Víðisson.
3. Guðmundur Andrés Guðjónsson (endurnefndur Bambi Guðjónsson), f. 3. janúar 1986. Sambýliskona hans Kristín Karlsdóttir.

II. Síðari kona hans, (10. september 2005), er Halldóra Sumarliðadóttir húsfreyja, f. 8. janúar 1953. Foreldrar hennar voru Sumarliði Einarsson sjómaður, f. 25. júlí 1889, d. 18. september 1972, og kona hans Eygerður Ester Runólfsdóttir húsfreyja, f. 26. september 1916, d. 1. apríl 1990.
Þau Halldóra eru barnlaus saman.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.