Guðlaug Erla Sigmarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. september 2009 kl. 22:01 eftir Frosti (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. september 2009 kl. 22:01 eftir Frosti (spjall | framlög) (heimild minningargrein mbl.is http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1018676;minningar=1)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Erla Guðlaug Sigmarsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 11. október 1942. Foreldrar hennar voru Sigmar Guðmundsson, sjómaður og útgerðarmaður frá Norðfirði, f. 28. ágúst 1908, d. 4. júlí 1989, og Þórunn Júlía Sveinsdóttir, húsmóðir Vestmannaeyjum, f. 8. júlí 1894 á Eyrarbakka, d. 20. maí 1962.

Albróðir Erlu er Gísli Matthías Sigmarsson, skipstjóri og útgerðarmaður, f. 9. október 1937.

Hálfsystkini Erlu, sammæðra, eru

Uppeldisbróðir Erlu er Sigmar Þór Sveinbjörnsson, stýrimaður, f. 23. mars 1946.

Systkini Erlu bjuggu öll í Vestmannaeyjum.

Erla giftist 23. desember 1969 Jörgen Nåby, sjómanni og útgerðarmanni, f. í Reykjavík 10. apríl 1940. Foreldrar hans voru Olfert Nåby, píanóleikari frá Reykjavík, f. 13. júní 1903, d. 28. júní 1942, og Laufey Jörgensdóttir, húsmóðir frá Reykjavík, f. 12. desember 1915, d. 24. september 1974.

Börn Erlu eru:


Erla fæddist á Byggðarenda við Brekastíg 15a í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Lengst af bjó hún síðan við Bröttugötu 17 í Vestmannaeyjum. Erla gekk í Barna- og Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja. Á yngri árum stundaði hún ýmis verslunarstörf, en lengst af vann hún við fiskvinnslu í Vinnslustöð Vestmannaeyja og seinustu árin vann hún í Kertaverksmiðjunni Heimaey. Erla lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. maí 2005.