Tómasína Elín Olsen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. nóvember 2019 kl. 15:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. nóvember 2019 kl. 15:04 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Tómasína Elín Olsen.

Tómasína Elín Olsen fæddist 25. desember 1916 á Seljalandi og lést 20. febrúar 2006.
Foreldrar hennar voru Guðrún Þórðardóttir verkakona frá Ormskoti í Fljótshlíð, f. 31. ágúst 1881 (1882 annarsstaðar), d. 1. mars 1978, og Ditlev Olsen verkamaður af norskum ættum, f. 15. febrúar 1894, d. 10. júní 1988.

Hálfbróðir hennar í Eyjum, sammæddur, er
Jón Sigurðsson Þórðarson skipasmiður, f. 17. júní 1921, d. 7. maí 2017.
Móðurbræður hennar í Eyjum voru:
1. Þorkell Þórðarson í Sandprýði, f. 7. desember 1872, d. 14.júlí 1945.
2. Magnús Þórðarson Thorlacius á Skansinum, f. 24. desember 1876, d. 1. apríl 1955.
3. Gísli Þórðarson á Jaðri, f. 5. desember 1877, d. 7. nóvember 1943.

Tómasína var með móður sinni í æsku, á Fögruvöllum 1920, í Hólmgarði 1930. Hún giftist Aðalsteini 1940. Þau bjuggu á Vesturvegi 3b, síðar á Hólagötu 15.
Tómasína annaðist börn og heimili framan af, en vann síðan einnig við fiskverkun, á sjúkrahúsinu og á pósthúsinu í Eyjum.
Aðalsteinn lést 1991.
Hún fluttist til Reykjavíkur 1991, lést 2006, var jarðsett í Eyjum.

Maður Tómasínu Elínar, (21. desember 1940), var Aðalsteinn Júlíus Gunnlaugsson útgerðarmaður og skipstjóri frá Gjábakka, f. 14. júlí 1910, d. 27. febrúar 1991.
Börn þeirra eru:
1. Guðmundur Hreinn Aðalsteinsson tannlæknir, f. 7. mars 1936.
2. Edda Aðalsteinsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 25. nóvember 1939.
3. Atli Aðalsteinsson bókhaldari, f. 26. júní 1944.

ctr


Fjölskylda Tómasínu og Aðalsteins.
Frá vinstri: Aðalsteinn, Edda, Atli, Hreinn, Tómasína.


ctr


Fjölskylda Tómasínu og Aðalsteins. Hrein vantar.
Frá vinstri: Edda, Aðalsteinn, Tómasína, Guðrún Þórðardóttir móðir hennar, Atli.

Myndir



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.