Matthildur Ágústsdóttir (Stakkagerði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. janúar 2020 kl. 14:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. janúar 2020 kl. 14:53 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Matthildur Ágústsdóttir''' frá Stakkagerði, húsfreyja fæddist þar 28. júlí 1900 og lést 18. júní 1984.<br> Foreldrar hennar voru Ágúst Gíslason (Valhöll)|Ág...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Matthildur Ágústsdóttir frá Stakkagerði, húsfreyja fæddist þar 28. júlí 1900 og lést 18. júní 1984.
Foreldrar hennar voru Ágúst Gíslason útvegsmaður, bátsformaður, f. 15. ágúst 1874, d. 24. desember 1922, og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 25. desember 1875 í Eyjum, d. 24. ágúst 1928.

Börn Guðrúnar og Ágústs:
1. Rebekka húsfreyja, f. 24. mars 1899 í Hafnarfirði, d. 7. ágúst 1981, kona Sigurðar Ólafssonar verkfræðings.
2. Matthildur húsfreyja í Stakkagerði, tvíburi, f. þar 28. júlí 1900, d. 18. júní 1984, kona Sigurðar Bogasonar.
3. Þorsteinn Ágústsson, tvíburi, f. 28. júlí 1900, d. 24. október 1901.
4. Soffía húsfreyja, f. 23. mars 1902 í Langa-Hvammi, gift í Danmörku, Erik Grönquist.
5. Ingibjörg húsfreyja, f. 14. júlí 1904 í Langa-Hvammi, d. 9. október 1951. Hún var gift á Hjalteyri.
6. Ágústa Ágústsdóttir, f. 18. ágúst 1907 í Landlyst, d. 5. janúar 1908.
7. Skarphéðinn, f. 17. september 1909 í Sjólyst, d. 19. apríl 1957, kvæntur í Keflavík.

Matthildur var með foreldrum sínum í æsku, í Stakkagerði, í Langa-Hvammi, Sjólyst, Landlyst, og Valhöll. Hún bjó með Sigurði, ekkjunni móður sinni og systkinum sínum í Valhöll 1927 og 1930.
Þau Sigurður giftu sig 1927, eignuðust sjö börn. Þau bjuggu í Valhöll við fæðingu fjögurra fyrstu barna sinna, en í Stakkagerði við fæðingu síðari barna sinna og enn 1949, en í Sólhlíð (Búðarhól) við andlát Sigurðar 1969.
Matthildur lést 1984.

I. Maður Matthildar, (28. október 1927), var Sigurður Bogason bókhaldari, skrifstofustjóri, f. 29. nóvember 1903, d. 20. nóvember 1969.
Börn þeirra:
1. Guðrún Ágústa Sigurðardóttir Brander, f. 26. desember 1927 í Valhöll.
2. Ragnheiður Sigurðardóttir, f. 20. mars 1929 í Valhöll.
3. Bogi Sigurðsson, f. 9. febrúar 1932 á Strandvegi 43.
4. Haukur Sigurðsson, f. 11. desember 1934 í Valhöll.
5. Þórdís Sigurðardóttir, f. 2. febrúar 1939 í Stakkagerði, d. 24. desember 1994.
6. Þorsteinn Sigurðsson, f. 28. júlí 1940 í Stakkagerði.
7. Sigurður Sigurðsson, f. 20. mars 1943 í Stakkagerði.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.