Kristín Ester Sigurðardóttir (Vatnsdal)
Kristín Ester Sigurðardóttir frá Vatnsdal, húsfreyja fæddist þar 5. febrúar 1939 og lést 11. maí 1988.
Foreldrar hennar voru Sigurður Högnason verkamaður frá Vatnsdal, f. 4. október 1897, d. 31. ágúst 1951, og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 28. mars 1907 í Vík í Mýrdal, d. 6. janúar 1989.
Börn Ingibjargar og Sigurðar:
1. Ásta Hildur Sigurðardóttir, f. 11. janúar 1928 í Vatnsdal, d. 4. nóvember 2014.
2. Högni Sigurðsson, f. 19. janúar 1929, d. 11. september 2018.
3. Ólafur Ragnar Sigurðsson, f. 3. mars 1931 í Vatnsdal.
4. Sigríður Sigurðardóttir, f. 26. ágúst 1932 í Vatnsdal, d. 2. maí 1992.
5. Kristín Ester Sigurðardóttir, f. 5. febrúar 1939 í Vatnsdal, d. 11. maí 1988.
6. Hulda Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. 27. ágúst 1947 í Vatnsdal.
Kristín Ester var með foreldrum sínum fyrstu ár sín, en faðir hennar lést, er hún var á tólfta árinu.
Hún ólst upp í stórum systkina- og frændahópi.
Þau Ólafur giftu sig 1961, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Helgafellsbraut 20, en síðar á Skólavegi 31 1962 og Dverghamri 32.
Kristín lést 1988.
I. Maður Kristínar Esterar, (30. desember 1961), er Ólafur Tryggvason málarameistari, f. 5. desember 1939.
Börn þeirra:
1. Tryggvi Þór Ólafsson, f. 11. febrúar 1958.
2. Sigurður Ómar Ólafsson, f. 16. október 1962.
3. Linda Björk Ólafsdóttir, f. 18. september 1973.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 20. maí 1988. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.