Kristján Magnússon (Dal)
Kristján Magnússon málarameistari frá Dal fæddist 24. febrúar 1909 og lést 16. nóvember 1979.
Foreldrar hans voru Magnús Þórðarson formaður í Dal, f. 19. september 1879, fórst með mb. Fram 14. janúar 1915, og kona hans Ingibjörg Bergsteinsdóttir, f. 24. janúar 1879, d. 2. september 1968.
Alsystkini Kristjáns voru
1. Bergþóra Magnúsdóttir, f. 4. apríl 1905, d. 19. október 1925.
2. Steinunn Ágústa Magnúsdóttir húsfreyja, f. 9. ágúst 1912, d. 24. júní 1960, gift Böðvari Jónssyni Sverrissonar í Háagarði.
3. Magnea Lovísa Magnúsdóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1914, d. 22. júní 1991, gift Oddi Sigurðssyni skipstjóra.
Hálfsystkini Kristjáns, börn móður hans í síðara hjónabandi hennar:
4. Ragnheiður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 30. október 1917, d. 22. mars 2004, kona Vigfúsar Ólafssonar skólastjóra.
5. Bergþóra Guðleif Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. mars 1921, d. 25. júní 2005. Maður hennar var Björn Svanbergsson framkvæmdastjóri í Reykjavík.
Kristján missti föður sinn á 6. ári ævinnar. Hann ólst upp með móður sinni og stjúpa til 1923.
Hann hóf nám í málaraiðn hjá Engilbert Gíslasyni 1925 og var hjá honum í 2 ár, en lauk náminu í Reykjavík 1930 hjá Einari Gíslasyni.
Kristján var málari í Eyjum 1930-1933, í Reykjavík um árabil frá 1934.
Kona Kristjáns, (24. maí 1930), var Júlíana Kristín Kristmannsdóttir Þorkelssonar húsfreyja, f. 18. júlí 1910, d. 10. janúar 1990.
Börn þeirra voru
1. Jónína Kristín Kristjánsdóttir, f. 6. nóvember 1930.
2. Magnea Kristjánsdóttir, f. 20. mars 1932.
3. Kristján Þór Kristjánsson, f. 23. janúar 1936, d. 17. júní 1936.
4. Kristján Þór Kristjánsson, f. 10. desember 1941.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.