Oddný Erlendsdóttir (Dvergasteini)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. nóvember 2019 kl. 16:19 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. nóvember 2019 kl. 16:19 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Oddný Erlendsdóttir húsfreyja í Dvergasteini fæddist að Skíðabakka í A-Landeyjum 11. október 1883 og lést í Reykjavík 9. ágúst 1969.
For.: Erlendur Erlendsson bóndi á Skíðabakka, Austurbæ, f. 7. september 1833 í Voðmúlastaða-Austurhjáleigu í A-Landeyjum, d. 19. nóvember 1904 á Skíðabakka, og k.h. Oddný Árnadóttir húsfreyja á Skíðabakka, f. 10. október 1839 í Suður-Móeiðarhvolshjáleigu, d. 31. mars 1905.

Oddný var systir Jórunnar í Ólafshúsum og Guðrúnar vinnukonu þar.

Oddný fluttist til Eyja 1911. Hún var vinnukona í Ólafshúsum á því ári, vinnukona á Ingólfshvoli 1912 og 1914. Þau Magnús voru komin í Dvergastein við skírn Magnúsar Adólfs 1916 og bjuggu þar uns þau fluttu á Bjarmaland 1922. Þar bjuggu þau síðan meðan þau dvöldu í Eyjum.
Í kreppunni 1929 komust þau Magnús í fjárhagsþrot. Þau fluttust til Reykjavíkur upp úr 1940 og bjuggu lengst af að Laugavegi 86.

Sambýlismaður Oddnýjar var Magnús Magnússon skipasmiður og bæjarfulltrúi, f. 6. okt. 1882, d. 22. október 1961.
Börn þeirra:
1. Hulda Magnúsdóttir, búsett í Reykjavík, f. 29. júní 1913 í Ólafshúsum, d. 6. nóvember 1998.
2. Marta Sonja Magnúsdóttir, búsett í Reykjavík, f. 19. nóvember 1914 á Ingólfshvoli, d. 13. október 2010.
3. Magnús Adolf Magnússon, bifvélavirki, búsettur í Kópavogi, f. 20. júlí 1916 í Dvergasteini, d. 25. desember 1996.
4. Þórdís Magnúsdóttir, f. 15. september 1917 í Dvergasteini, d. 23. apríl 1939.
5. Jórunn Lilja Magnúsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 5. desember 1919 í Dvergasteini, d. 14. febr. 2008.
6. Erlendína Guðrún Magnúsdóttir, f. 18. júní 1921 í Dvergasteini, d. 21. september 1922.
7. Erlendur Magnússon, f. 13. mars 1923 á Bjarmalandi, d. 9. október 2003.
8. Guðbjört Magnúsdóttir, f. 31. maí 1924 á Bjarmalandi, d. 27. júlí 2019.
9. Elísabet Fjóla Magnúsdóttir, f. 24. nóvember 1925 á Bjarmalandi, d. 28. ágúst 2004. Hún varð kjörbarn Helgu Eggertsdóttur húsfreyju og Kristófers Péturs Eggertssonar skipstjóra á Akranesi.
10. Fanney Magnúsdóttir, f. 3. mars 1928 á Bjarmalandi, d. 4. október 2013.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.