Hulda Magnúsdóttir (Dvergasteini)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Hulda Magnúsdóttir frá Bjarmalandi, húsfreyja, saumakona í Reykjavík fæddist 29. júní 1913 í Ólafshúsum og lést 6. nóvember 1998.
Foreldrar hennar voru Magnús Magnússon frá Geitagili í Örlygshöfn, skipasmiður í Dvergasteini og á Bjarmalandi, f. 6. október 1882, d. 22. október 1961 og k.h. Oddný Erlendsdóttir frá Skíðbakka í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 11. október 1883, d. 9. ágúst 1969.
Börn Oddnýjar og Magnúsar:
1. Hulda Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 29. júní 1913 í Ólafshúsum, d. 6. nóvember 1998.
2. Marta Sonja Magnúsdóttir, húsfreyja, saumakona, gangavörður, f. 19. nóvember 1914 á Ingólfshvoli, d. 13. október 2010.
3. Magnús Adolf Magnússon, bifvélavirki, býr í Kópavogi, f. 20. júlí 1916 í Dvergasteini, d. 25. desember 1996.
4. Þórdís Magnúsdóttir vinnukona í Reykjavík, f. 15. september 1917 í Dvergasteini, d. 23. apríl 1939.
5. Jórunn Lilja Magnúsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 5. desember 1919 í Dvergasteini, d. 14. febr. 2008.
6. Erlendína Guðrún Magnúsdóttir, f. 18. júní 1921 í Dvergasteini, d. 21. september 1922.
7. Erlendur Magnússon verkamaður, sjómaður, útgerðarmaður í Reykjavík, f. 13. mars 1923 á Bjarmalandi, d. 9. október 2003.
8. Guðbjört Magnúsdóttir húsfreyja, gangavörður í Reykjavík, f. 31. maí 1924 á Bjarmalandi, d. 27. júlí 2019.
9. Elísabet Fjóla Magnúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 24. nóvember 1925 á Bjarmalandi, d. 28. ágúst 2004. Hún varð kjörbarn Helgu Eggertsdóttur húsfreyju og Kristófers Péturs Eggertssonar skipstjóra á Akranesi.
10. Fanney Magnúsdóttir húsfreyja, verkakona í Reykjavík, f. 3. mars 1928 á Bjarmalandi, d. 4. október 2013.

Hulda var með foreldrum sínum í æsku, með móður sinni í Ólafshúsum, og foreldrum sínum á Ingólfshvoli, í Dvergasteini og á Bjarmalandi.
Hún fluttist til Reykjavíkur um 1935, var húsfreyja og saumakona þar, bjó á Laugavegi 59 1939, síðar á Rauðárstíg 24 og 30.
Þau Sigurgeir giftu sig um 1944. Þau eignuðust tvö börn, en skildu.

I. Maður Huldu, um 1944, var Sigurgeir Bogason frá Varmadal á Rangárvöllum, sjómaður, verkamaður, f. 19. ágúst 1908, d. 17. maí 1978. Foreldrar hans voru Bogi Viggó Þórðarson bóndi í Steintóft og í Varmadal, f. 20. janúar 1862, drukknaði í Ytri-Rangá 31. júlí 1908, og kona hans Vigdís Þorvarðardóttir húsfreyja, f. 23. júlí 1868, d. 31. mars 1950.
Börn þeirra:
1. Garðar Víking Sigurgeirsson viðskiptafræðingur, bæjarfulltrúi í Garðabæ, bæjarstjóri þar, eigandi DryTecno í Noregi, ferðaskrifstofueigandi, f. 3. febrúar 1937 í Reykjavík. Hann býr í Noregi. Kona hans Dagný Þóra Ellingsen.
2. Þorvarður Sigurgeirsson bifreiðasmiður, verktaki í Reykjavík, f. 29. júlí 1944 í Reykjavík, d. 10. febrúar 2016 í Reykjavík. Barnsmóðir Margrét Jörundsdóttir. Fyrri kona hans Bertha Þórarinsdóttir. Síðari maki Waree Mankamnert.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Símon Gísli Ólafsson.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.