Magnús Adolf Magnússon

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Magnús Adolf Magnússon.

Magnús Adolf Magnússon frá Dvergasteini fæddist þar 20. júlí 1916 og lést 25. desember 1996 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Magnús Magnússon frá Geitagili í Örlygshöfn, skipasmiður í Dvergasteini og á Bjarmalandi, f. 6. október 1882, d. 22. október 1961 og k.h. Oddný Erlendsdóttir frá Skíðbakka í A-Landeyjum, húsfreyja, f. 11. október 1883, d. 9. ágúst 1969.
Börn Oddnýjar og Magnúsar:
1. Hulda Magnúsdóttir, búsett í Reykjavík, f. 29. júní 1913 í Ólafshúsum, d. 6. nóvember 1998.
2. Marta Sonja Magnúsdóttir, búsett í Reykjavík, f. 19. nóvember 1914 á Ingólfshvoli, d. 13. október 2010.
3. Magnús Adolf Magnússon, bifvélavirki, búsettur í Kópavogi, f. 20. júlí 1916 í Dvergasteini, d. 25. desember 1996.
4. Þórdís Magnúsdóttir, f. 15. september 1917 í Dvergasteini, d. 23. apríl 1939.
5. Jórunn Lilja Magnúsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 5. desember 1919 í Dvergasteini, d. 14. febr. 2008.
6. Erlendína Guðrún Magnúsdóttir, f. 18. júní 1921 í Dvergasteini, d. 21. september 1922.
7. Erlendur Magnússon, f. 13. mars 1923 á Bjarmalandi, d. 9. október 2003.
8. Guðbjört Magnúsdóttir, f. 31. maí 1924 á Bjarmalandi, d. 27. júlí 2019.
9. Elísabet Fjóla Magnúsdóttir, f. 24. nóvember 1925 á Bjarmalandi, d. 28. ágúst 2004. Hún varð kjörbarn Helgu Eggertsdóttur húsfreyju og Kristófers Péturs Eggertssonar skipstjóra á Akranesi.
10. Fanney Magnúsdóttir, f. 3. mars 1928 á Bjarmalandi, d. 4. október 2013.

Magnús Adólf var með foreldrum sínum í æsku, í Dvergasteini við Heimagötu og á Bjarmalandi á Flötum. Hann var sjómaður í Eyjum, flutti úr bænum um 1941.
Magnús nam bifvélavirkjun og öðlaðist meistararéttindi í iðninni.
Um meira en tveggja áratuga skeið starfaði Magnús hjá Vegagerðinni og vann síðan lengi við vélaviðgerðir og eftirlit, fyrst hjá Vegagerðinni, síðar hjá Heklu hf., þá hjá Ó. Johnson & Kaaber, DAF-umboðinu. Hann vann lengi hjá bílaleigunni Fal, var verkstjóri þar og hafði umsjón og eftirlit með útleigubílunum. Starfsferlinum lauk hann svo hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum hf.
Þau Ólöf Ingunn giftu sig 1944, eignuðust tvö börn. Þau byggðu hús á Kársnesbraut 24 í Kópavogi og bjuggu þar lengst.
Ólöf Ingunn lést 1993 og Magnús Adólf 1996.

I. Kona Magnúsar Adólfs, (12. janúar 1944), var Ólöf Ingunn Björnsdóttir frá Syðra-Vallholti í Skagafirði, f. 28. október 1921 á Krithóli í Lýtingsstaðahreppi, d. 22. september 1993. Foreldrar hennar voru Björn Gunnarsson frá Syðra-Vallholti, bóndi á Krithóli, f. 20. janúar 1892, d. 24. júní 1923, og kona hans Sigþrúður Jórunn Jónsdóttir húsfreyja, f. 1. júní 1899, d. 19. október 1923. Eftir lát foreldra sinna fór Ólöf Ingunn tveggja ára í fóstur til Ingibjargar Ólafsdóttur föðurmóður sinnar og sonar hennar Gunnars Gunnarssonar í Syðra-Vallholti.
Börn þeirra:
1. Kolbrún Dísa Magnúsdóttir húsfreyja, f. 5. september 1944. Maður hennar Björn Ólafsson.
2. Björn Magnús Magnússon bifvélavirki, f. 21. október 1948. Kona hans Steinunn Torfadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 5. janúar 1997. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skagfirskar æviskrár – Tímabilið 1890-1910. Margir höfundar. Ritstjóri: Eiríkur Kristinsson. Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki 1964-1972.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.