Kristján Thorberg Tómasson
Kristján Thorberg Tómasson frá Garðstöðum, sjómaður, matsveinn fæddist 10. apríl 1916 á Seyðisfirði og lést 10. apríl 2001.
Foreldrar hans voru Tómas Jón Skúlason frá Ytra-Vatni í Skagafirði, bóndi, síðar fasteignasali í Reykjavík, f. 12. apríl 1879, d. 14. október 1941, og barnsmóðir hans Margrét Sigurþórsdóttir, síðar húsfreyja á Garðstöðum, f. 2. febrúar 1892, d. 16. júlí 1962.
Fósturfaðir hans var Jón Pálsson útvegsmaður, ísláttarmaður á Garðstöðum, f. 26. apríl 1874 í Berjanesi u. Eyjafjöllum, d. 10. janúar 1954.
Börn Guðrúnar og Jóns og fóstursystkini Kristjáns Thorbergs:
1. Halldór Jónsson sjómaður, vélstjóri, f. 28. september 1908 á Löndum, d. 4. júlí 1976.
2. Ólafur Sigurður Jónsson bakarameistari í Reykjavík, f. 25. febrúar 1912 á Garðstöðum, d. 16. apríl 1988.
3. Björgvin Þorsteinn Jónsson sjómaður, f. 17. mars 1914 á Garðstöðum, d. 16. júlí 1989.
4. Ágústa Helga Jónsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 20. ágúst 1917 á Garðstöðum, d. 29. febrúar 2008.
5. Páll Eydal Jónsson slippstjóri, f. 6. desember 1919 á Garðstöðum, d. 27. október 1996.
Börn Margrétar:
6. Sigurþór Hersir Guðmundsson sjómaður, síðast í Reykjavík, f. 28. júlí 1914, d. 5. júní 1988.
7. Kristján Thorberg Tómasson sjómaður, matreiðslumaður, f. 10. apríl 1916 á Seyðisfirði, d. 10. apríl 2001.
Fósturbarn Margrétar og Jóns Pálssonar:
8. Sigurður Grétar Karlsson frændi Margrétar, vélstjóri, f. 5. ágúst 1932, d. 1. maí 1951.
Kristján var með móður sinni í æsku, fluttist með henni til móðurforeldra sinna að Eystri-Gaddsstöðum á Rangárvöllum og var með henni þar 1920. Hann fluttist með móður sinni til Eyja 1924 og bjó hjá henni á Garðstöðum.
Kristján var sjómaður frá unglingsárum, lærði m.a. matreiðslu á matsveinanámskeiði Gagnfræðaskólans 1937 og var matsveinn á fiskveiðum.
Hann bjó á Vestmannabraut 15, Rafnseyri 1940, á Helgafellsbraut 23 1945, á Garðstöðum 1949.
Þau Anika giftu sig 1955. Þau bjuggu á Rauðafelli við Vestmannabraut 58b. Hún lést 1969.
Kristján bjó með Eddu stjúpdóttur sinni og manni hennar Jóni Ásgeirssyni á Rauðafelli til Goss 1973. Þá fluttu þau til Grindavíkur og þar bjó Kristján hjá þeim, en fluttist á hjúkrunarheimilið Víðihlíð þar 1994.
Kristján lést 2001.
I. Kona Kristjáns, 23. desember 1955), var Lydia Anika Einarsdóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1912 á Reynivöllum, d. 20. apríl 1969.
Dóttir Lydiu Aniku og stjúpdóttir Kristjáns var
1. Edda Einars Andrésdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1935, d. 6. desember 1999.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Skýrsla um matsveinanámskeið Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum 1937
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 26. apríl 2001. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.