Jón Einarsson (Höfðabrekku)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. ágúst 2019 kl. 19:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. ágúst 2019 kl. 19:09 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jón Einarsson''' á Höfðabrekku, útgerðarmaður fæddist 5. apríl 1885 á Leirum u. Eyjafjöllum og lést 26. febrúar 1978.<br> Foreldrar hans voru Einar...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jón Einarsson á Höfðabrekku, útgerðarmaður fæddist 5. apríl 1885 á Leirum u. Eyjafjöllum og lést 26. febrúar 1978.
Foreldrar hans voru Einar Einarsson bóndi og sýslunefndarmaður á Raufarfelli u. Eyjafjöllum, f. 1852, drukknaði af Björgólfi í Beinakeldu við Klettsnef 16. maí 1901 á leið til Eyja, og kona hans Þorbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 1858, d. 18. október 1904.

Systir Jóns í Eyjum var
Guðlaug Einarsdóttir húsfreyja, f. 28. september 1892, d. 20. október 1990, kona Sigurjóns Ólafssonar.

Jón var með foreldrum sínum í æsku, með þeim á Raufarfelli 1890, en faðir hans drukknaði, er Jón var 16 ára og móðir hans lést þrem árum síðar.
Hann var í Hlíð u. Eyjafjöllum 1901, flutti þaðan til Eyja 1906, bjó á Hól 1908. Hann eignaðist Karl með Sigríði 1909, var sjómaður og leigjandi á Múla 1910, en staddur á Norðfirði.
Jón var lausamaður á Hólum, Hásteinsvegi 14 1912 og enn 1918, á Seljalandi 1919.
Hann bjó í nýbyggðu húsi sínu Höfðabrekku 1920 með Guðrúnu Jónsdóttur frá Núpi u. Eyjafjöllum, bústýru, síðar húsfreyju í Miðskála u. Eyjafjöllum, f. 1879, d. 1966.
Jón bjó með Sesselju Stefánsdóttur ráðskonu 1927, eignaðist Ásbjörgu með henni 1933.
Jón fór í útgerð 1908, var einn af eigendum Höfrungs VE 138, með Gunnari Ólafssyni, Jes A. Gíslasyni og fleiri. Hann var seldur um 1925. Þeir Jes eignuðust Höfrung VE 238 1921, en Jón átti hann einn frá 1925 og gerði hann út til ársins 1954, er hann seldi bátinn.
Jón lést 1978.

I. Barnsmóðir Jóns var Sigríður Bergsdóttir, síðar húsfreyja í Hlíðarhúsi, f. 27. júní 1878, d. 13. febrúar 1963.
Barn þeirra:
1. Karl Jónsson málari, trésmiður, íþróttafrömuður, f. 15. júlí 1909, d. 12. júlí 1995.

II. Barnsmóðir Jóns var Sesselja Stefánsdóttir frá Litla-Rimakoti (síðar Borg) í Djúpárhreppi, Rang., ráðskona hans, f. 25. júlí 1895, d. 25. maí 1971.
Barn þeirra:
2. Ásbjörg Jónsdóttir, nú á Eyjahrauni 12, húsfreyja, starfsstúlka, f. 28. mars 1933.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.