Friðbjörg Einarsdóttir (Brekastíg 24)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 5. nóvember 2016 kl. 13:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. nóvember 2016 kl. 13:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Friðbjörg Einarsdóttir (Brekastíg 24)“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Friðbjörg Einarsdóttir húsfreyja, verkakona á Djúpavogi, síðar í dvöl hjá Ágústi syni sínum á Brekastíg 24 fæddist 18. september 1865 og lést 16. desember 1936.
Foreldrar hennar voru Einar Magnússon bóndi í Stekkahjáleigu í Hálssókn í Hamarsfirði, f. 1817, d. 29. apríl 1871, og kona hans Ragnheiður Guðmundsdóttir húsfreyja, yfirsetukona, f. 7. nóvember 1831, d. 19. ágúst 1914.

Faðir Friðbjargar lést, er hún var á sjötta árinu. Hún fylgdi móður sinni, var léttastúlka á Þvottá í Álftafirði 1880 og var þar með vinnukonunni og ekkjunni móður sinni. Hún var leigjandi hjá Sigurbjörgu systur sinni i Borgargarði í Djúpavogi 1901 með Ágúst Ólaf með sér.
Þá var hún húskona í Gamla vertshúsi á Eskifirði 1910 með Ágústi Ólafi og húsfreyja í Sænskahúsi á Eskifirði 1920 og þar var Ágúst Ólafur húsbóndi.
Friðbjörg fluttist til Ágústs Ólafs á Brekastíg 33 1930 og fluttist með fjölskyldu hans að Brekastíg 24.
Hún lést 1936.

Barnsfaðir Friðbjargar var Ólafur Finnbogason bóndi í Brimnesgerði í Fáskrúðsfirði, síðar verkamaður á Búðum þar, f. 5. ágúst 1861, d. 24. maí 1935.
Barn þeirra var
Ágúst Ólafur Ólafsson sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 14. ágúst 1899, d. 14. maí 1976.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.